KVENNABLAÐIÐ

Dæturnar sem lofa feðrum sínum skírlífi fyrir hjónaband: Heimildarþáttur

The Purity Movement er hreyfing fólks sem á rætur sínar að rekja til trúarreglu mótmælandans Randy Wilson og konu hans Lisu. Hófst hún fyrir um tveimur áratugum og er nú æði vinsæl – í 48 ríkjum Bandaríkjanna og í 17 öðrum löngum.

Auglýsing

Ungar stúlkur í hreyfingunni þurfa að fela meydóm sinn í hendurnar á föður sínum. Þau halda árlegan „hreinleikadansleik“ (e. Purity Ball) þar sem feður og dætur klæða sig upp líkt og í brúðkaupi – hann er í svörtum jakkafötum og dóttirin í hvítum síðum kjól.

Auglýsing

Á dansleiknum fá feðurnir lykil sem tákna á skírlífi dótturinnar sem hann mun, þegar tíminn kemur, láta tilvonandi eiginmanninn hafa. Þau skrifa undir samning og stúlkurnar fá hring, sem er eins og giftingarhringur. Í Louisianaríki er Hannah Lee Powers (17) að undirbúa ballið með föður sínum:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!