KVENNABLAÐIÐ

Heather Locklear fagnar 21 árs afmæli dóttur sinnar edrú

Leikkonan Heather Locklear sem hefur barist við bakkus að undanförnu og lent í mörgu misjöfnu er laus úr meðferð eftir að hafa verið þar í þrjá mánuði. Beið hún ekki boðanna heldur fagnaði 21 árs afmæli dóttur sinnar Ava í góðum félagsskap. Var einkateiti í því tilefni og var heima hjá fyrrverandi eiginmanni hennar Richie Sambora.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Ava megi löglega drekka núna, var ekkert áfengi í veislunni: „Af virðingu við Heather var ekkert áfengi á boðstólum,“ sagði heimildarmaður. Á meðal gesta voru foreldrar Heatherar og unnustinn Chris Heisser. Þau höfðu hægt um sig að sögn gestaq.

„Á sunnudeginum hélt Richie stórt partý í Santa Monica á hótelþaki, með kokki og fullt af mat og tónlist fyrir hana og vini hennar. Heather vildi ekki fara því það var opinbert og hún vill láta lítið fyrir sér fara.

Heather á eingöngu þessa dóttur og póstaði hún á Instagram af því tilefni og ástin leynir sér ekki:

Auglýsing

View this post on Instagram

Happy Birthday Sweet Child of Mine

A post shared by Heather Locklear (@heatherlocklear) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!