KVENNABLAÐIÐ

Þrjár óhugnanlegar, sannar sögur af mansali

Mansal er eitt versta mögulega mannréttindabrot sem framið er í heiminum, ekki síst vegna þess að þeir sem stunda mansal sækja hve grimmast á þá einstaklinga sem eru mjög berskjaldaðir: Fólk sem glímir við mikla fátækt, fólk sem er mismunað á einhvern hátt eða fólk sem glímir við fatlanir. Mansali hefur oft á tíðum verið líkt við nútíma þrælahald, verslun með fólk, hvort sem um er að ræða menn konur eða börn og er það ein alvarlegasta birtingarmynd kynbundins ofbeldis. Mansal er virkilega mikið vandamál í dag, árlega eru þúsundir einstaklinga seldir og neyddir út í nauðungarvinnu en baráttan gegn mansali nú háð auknum þunga á alþjóðavettvangi þar sem að um er að ræða einhverja verstu skuggahlið hnattvæðingar sem hefur áhrif á nánast öll lönd. Mansal er að stórum hluta starfsemi glæpamann, glæpasamtaka sem sjá nauð annarra sem gróða fyrir sjálfan sig og hafa í stórum stíl rænt fólki til að selja um allan heim.

Auglýsing

Hér árum áður var þrælahald ekki ósvipað því sem það er í dag. Vel efnað fólk gat keypt sér vinnuafl og neytt til þess að vinna erfiðisvinnu fyrir sig. Þrælar þurftu að lúta vilja eiganda og máttu ekki yfirgefa þá, eigendur gátu selt einstaklinga og jafnvel drepið ef þeim sýndist svo. Þrælar og ambáttir gátu öðlast frelsi með því að kaupa það eða þiggja að gjöf. Oft unnu þessir einstaklingar mjög erfiða vinnu og fengu engin laun fyrir, réttindi þeirra voru sama sem engin og ef þau eignuðust börn urðu börnin sjálfkrafa þrælar við fæðingu. Gerendur hagnast á því að og græða meira heldur en að selja annan varning því þolendur mansals eru seldir oftar en einu sinni og hefur mansal fylgt mannkyninu alla tíð.

Auglýsing

Þó svo að það hafi verið þannig hér árum áður að þrælahald var talið réttlætanlegt og gagnlegt þá var það ekki svo, og það er ekki heldur þannig í dag. Sumir telja að þrælahald eigi sér ekki stað í heiminum í nútímanum og tilheyri aðeins fortíðinni.

Hér fyrir neðan má sjá sannar sögur um mansal, þær eru átakanlegar á að horfa en þær sýna hvernig heimurinn er og hvað þetta er nálægt okkur.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!