KVENNABLAÐIÐ

Sviðsetti barnsrán sonar síns til að athuga hvort eiginmaðurinn elskaði þau í raun og veru

Kínversk móðir sviðsetti rán 11 ára sonar síns til að athuga hvort eiginmaðurinn og faðir drengsins léti sér raunverulega annt um þau.

Konan er kölluð Chen, 33 ára gömul. Hún tilkynnti hvarf drengsins á föstudag í Yueqing borg. Sagði hún við lögreglu að drengurinn hefði síðast sést í nágrenni skólans og gaf þeim upp lýsingu á fatnaði drengsins.

Auglýsing

Málið fékk strax miklil viðbrögð og var sett í forgang. Leitaraðgerð fór strax af stað í Yueqing og nágrannabænum Wenzhou. Barnsránið vakti athygli um allt land, sérstaklega því 500.000 yuan (tæplega 9 milljónir ISK) voru boðin í fundarlaun í skiptum fyrir upplýsingar um hvar drengurinn væri.  Greinar sem birtust á netmiðlum voru lesnar hundruð milljón sinnum.

Allir héldu hið versta, en sannleikuinn var sá að hinn 11 ára Huang var öruggur hjá ættingja allan tímann. Fimm dögum eftir að hann „hvarf“ uppgötvaði lögreglan sönnungargagn þess efnis að Chen hefði verið að ljúga allan tíma. Myndband úr eftirlitsmyndavél sýndi að nálægt þeim stað sem Huang átti að hafa horfið sést móðirin segja honum að fara og bíða í öðrum bíl. Þetta var fyrir framan lögreglustöðina þar sem hún tilkynnti hann horfinn.

 

cct v

 

Auglýsing

Eftir að lögreglan leitaði að bílnum sem drengurinn hafði farið inn í fundu þeir hann í þorpi nálægt Yueqing og drenginn þar – í umsjá fjölskyldu.

Chen var tekin í hald lögreglu og ákærð fyrir að hafa skapað og vísvitandi dreift röngum upplýsingum. Það sem mest kom þó á óvart var að í yfirheyrslum sagðist hún hafa gert þetta, því hún hafi rifist við eiginmann sinn og vildi „sannreyna“ ást hans.

Viðbrögð almennings við þessari frétt eru tvíbent: Annarsvegar er fólk fegið að ekkert amaði að drengnum, á hinn bóginn er fólk reitt konunni fyrir að hafa eytt tíma og fjármunum heillar þjóðar fyrir hvað? Eigingjarnar ákvarðanir.

Barnsrán eru afar viðkvæmt málefni í Kína, þar sem um 70.000 börnum er rænt og þau seld á svörtum markaði á ári hverju. Mjög fá finnast aftur, þannig einhver sem sviðsetur glæp á borð við þennan er talinn óásættanlegur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!