KVENNABLAÐIÐ

Kanye West eyðir öllum reikningum af samfélagsmiðlum

Rapparinn Kanye West hefur sjaldan verið feiminn að tjá sig um alla heimsins hluti en svo virðist sem hann hafi nú eytt Twitter-reikningi sínum sem og Instagram reikninginum sínum. Kanye – eða Ye – eins og hann vill kalla sig núna hefur verið umdeildur eftir að hann sagði að þrælahald ætti að vera endurvakið samkvæmt stjórnarskrá. Hann leiðrétti sig þó og sagðist ekki hafa ætlað að segja „abolished“ (afnumið) heldur „amend“ (laga eða breytt).

Auglýsing

Stuðningur hans við Trump hefur vakið miklar deilur og mætti hann í Saturday Night Live fyrir nokkrum vikum með derhúfuna „Make America Great Again“ og rausaði svo heilmikið án handrits um forsetann og stuðning sinn við hann. Hann sagðist oft tala við hvítt fólk sem spyrði hann „Hvernig getur þér líkað við Trump, hann er kynþáttahatari?“ og sagðist alltaf svara: „Nú, ef ég hefði áhyggjur af kynþáttahatri hefði ég flutt frá Ameríku fyrir löngu.“

Auglýsing

Kanye hvarf af samfélagsmiðlum meira en ári síðan og var í árspásu. Í apríl á þessu ári kom hann aftur en hefur lokað aftur núna í október.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!