KVENNABLAÐIÐ

Konur halda nú jafn mikið framhjá og karlar

Æ fleiri konur eru nú að „hafna“ einkvæni og halda framhjá mökum sínum – þrátt fyrir að þær segist enn vera ástfangnar af sínum mökum. Þær eru mun líklegri til að halda framhjá en fyrir þrjátíu árum síðan. Þær eru sjálfstæðari, valdameiri og hafa fleiri tækifæri en áður.

Auglýsing

„Konur eru 40% líklegri til að halda framhjá mökum sínum en þær gerðu árið 1990,“ segir metsöluhöfundurinn Wednesday Martin. Segir hún að æ fleiri konur séu tilbúnar að bregðast við hugsunum um aðra menn, þrátt fyrir að vera giftar. Wednesday, sem gaf út bókina Untrue og kemur hún út í þessum mánuði, segir að hún hafi undir höndum sannanir og frásagnir venjulegra kvenna.

Wednesday Martin
Wednesday Martin

Hún segir frá konu sem hún kallar Ericu, hvernig hún upplifði „ástríðumissi“ í hjónabandinu en vildi ekki skilja. Í stað þess að upplifa „áralöng kynferðisleg vonbrigði,“ fór konan, 46 ára gömul, á netið og leitaði að „einhverjum“ til að deila ástríðufullu sambandi við.

Auglýsing

Wednesday segir að konurnar sem hún hitti og tók viðtal við upplifðu allskonar vanda, frá „rútínukynlífi“ sem fullnægði þeim ekki til engrar nándar og þránni eftir nýjungum: „Engin þessara kvenna vildi hætta í hjónabandinu eða elskuðu eiginmenn sína minna,“ segir hún.

Untrue, bók hennar
Untrue, bók hennar

Þrátt fyrir að karlar haldi frekar framhjá en konur, telja sérfræðingar að bilið sé stöðugt að minnka. Ástæða þess er sú að konur vinna úti, burtu frá mökum og eiga betri möguleika á að hitta væntanlega elskhuga, segja sérfræðingar. Önnur ástæða gæti verið tækninýjungar. Konur geta átt í leynilegum samböndum í gegnum samfélagsmiðla og öpp.

Wednesday segir að í gegnum rannsóknir sínar hafi hún uppgötvað að kynhvöt kvenna sé „miklu sterkari og ævintýragjarnari en okkur grunaði.“

Í rannsókn sinni talaði hún við konur á öllum aldri ásamt því að rannsaka og bera saman vísindalegar kenningar. Hún segir konur verði þreyttar á að sofa stöðugt hjá sama manninum og þrá aðra vegna þróunarhæfileika og segir þær þurfa nýjar reynslur til að halda þeim áhugasömum.

Framhjáhald kvenna er nú alls ekki svo óalgengt, samkvæmd Wednesday: „Konur þrá og konur halda framhjá. Og það kveikir í okkur.“

Ástæður kvenna eru misjafnar: Allt frá því að vera einmana til þess að fá ekki næga athygli frá mökum. Ein segir: „Eiginmaður minn ferðast mikið vegna vinnunnar og ég verð bara svo einmana þegar hann fer…ég veit ekki hvernig ég á að stoppa.“

Önnur segist halda framhjá þegar hún heyrir ekki í kærastanum í tvo daga: „Hann sýnir mér ekki næga athygli,“ segir hún.

Þriðja segir að hún segist finna fyrir vanmætti og láti undan freistingu.

Sú fjórða segist óska þess að hún myndi hætta að „gera heimskulega hluti þegar hún væri drukkin.“ Enn fleiri sögðust ekki fá kynferðislega fullnægju með makanum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!