KVENNABLAÐIÐ

Fjölskylda Robs Kardashian hefur miklar áhyggjur af honum

Rob Kardashian, eini sonurinn í Kardashian klaninu, neyddist til að flytja inn með móður sinni, Kris Jenner, fyrr í þessum mánuði eftir að Kylie Jenner seldi höllina sína, en hann bjó hjá henni. Vinur Robs (31) segir að fjölskyldan sé „ótrúlega áhyggjufull“ vegna hans.

Auglýsing

„Rob skammast sín fyrir þann stað sem hann er á í lífinu núna og mamma hans og systur vilja styðja hann. En eftir að Kylie seldi húsið, vildi Kris að hann flytti inn með sér þar sem hún þarf að hafa auga á honum.“

Ekki ætti að væsa um Rob heima hjá mömmu, þar sem höllin er gríðarlega stór
Ekki ætti að væsa um Rob heima hjá mömmu, þar sem höllin er gríðarlega stór
Auglýsing

Samkvæmt honum er Kris (62) að reyna að finna hús handa honum til að kaupa, en hún vill helst af öllu hafa hann nálægt sér í Hidden Hills í Los Angeles: „Hún er bara að bíða eftir hinu fullkomna húsi. Auðvitað mun hún greiða fyrir það.“

Rob er ekki lengur í þáttunum KUWTK og hafa aðdáendur haft áhyggjur af honum. Það er þó ekkert að, samkvæmt heimildarmanninum, hann er bara að vinna í því að koma lífi sínu á réttan kjöl á ný: „Hann er mikið í ræktinni og lítur vel út. Hann vill bara ekki tengjast systrunum og þeirra drama því hann er að einbeita sér að dóttur sinni [Dream (1)].“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!