KVENNABLAÐIÐ

Yfirvöld hafa algerlega brugðist heimilislausum einstaklingum

Alma Rut skrifar: Mannréttindi eru réttindi sem okkur eru nauðsynleg til að lifa sem manneskjur, siðferðisleg réttindi sem hver einstaklingur hefur rétt á að njóta.
Mannréttindi færa einstaklingum jafnrétti og virðingu, þau tryggja að allir hafi aðgang að grundvallarþörfum líkt og fæði og húsaskjóli.
Mannréttindi eru alþjóðleg, þau ná yfir öll landamæri, eiga við alla menningarhópa, alla hugmyndafræði og öll trúarbrögð þau eru réttindi allra einstaklinga. (www.humanrights.is)

Auglýsing
Samkvæmt þessu þá ættum við öll að eiga heimili, ekki bara af því að það er mikilvægt, heldur af því að það er réttur okkar. Þannig væri enginn á vergangi, ráfandi um göturnar í leit að hlýjum stað til að sofa á þá nótt.

homelss

Því miður er staðan sú að á fjórða hundrað einstaklingar flokkast undir þá skilgreiningu að vera „utangarðs.” Flestir hafa lögheimili í Reykjavík en einhverjir hafa fært það þangað því úrræði voru ekki í boði í þeirra sveitarfélagi. Flestir eru á aldrinum 21-40 ára og fæstir á aldrinum 61-80 ára. Hópur þeirra sem er utangarðs hefur tvöfaldast á síðustu fimm árum eða um 95% á árunum 2012-2017.

Auglýsing

Flest sveitarfélög firra sig ábyrgð og hafa gert í langan tíma og hefur það leitt til þess að fleiri sækjast eftir því að fá rúm í næturathvörfum sem aðeins eru í boði á höfuðborgarsvæðinu. Þar er takmarkað svefnpláss í boði og færri komast að en vilja. Yfirvöld hafa brugðist og ekki sinnt þeim stóra hóp sem orðinn er, mögulega vegna þess að önnur mál eru sett í forgang, hlutir sem skipta engu máli og það hefur verið gert lengi.

Í dag stöndum við frammi fyrir því að stjórnvöld vanrækja grundvallarréttindi einstaklinga og staða málaflokksins hefur aldrei verið jafn slæm.
Umboðsmaður Alþingis sendi 15 sveitarfélögum utan Reykjavíkur fyrirspurn og óskaði eftir svörum um hvaða þjónusta væri í boði fyrir utangarðsfólk. Niðurstaðan var sú að sveitarfélögin tryggja þessum hópi ekki fullnægjandi aðstoð þó það sé alfarið í höndum ríkis og sveitarfélaga að finna lausn og horfast í augu við stöðuna eins og hún er, þarna eru fjölmargir einstaklinga sem búa við gróf mannréttindabrot.
Mannréttindi fela í sér virðingu fyrir öðrum og fyrir sjálfum sér. Þau fela í sér að hver einstaklingur ber ábyrgð á því að mannréttindi séu á engum brotin. Þegar mannréttindi eins einstaklings eru brotin þá hefur það áhrif á alla og allt samfélagið í heild sinni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!