KVENNABLAÐIÐ

Faðir skildi son sinn eftir að deyja í garði því „hann nennti ekki að hugsa um hann“

Enginn veitti því athygli að lítill drengur, Baden Bond, frá Queensland í Ástralíu var týndur í næstum áratug og lík hans hefur aldrei fundist. Faðir hans hefur nú játað að hafa skilið drenginn eftir einan til að mæta örlögum sínum í almenningsgarði, því hann var „þreyttur á að hugsa um hann.”

Shane Arthur Simpson, 51 árs Ástrali, hafði lýst 22 mánaða syni sínum, Baden Bond sem „djöflabarni” áður en hann fór með hann og skildi hann eftir í garði.

Auglýsing

Shane og móðir drengsins, Dina Colleen Bond, töldu drenginn vera „illan” og kenndu honum um að þau hefði misst önnur börn í hendur barnaverndaryfirvalda, samkvæmt dómsskjölum.

Það tók þó yfirvöld meira en áratug að átta sig á þeirri skelfilegu staðreynd að barnið hefði hreinlega horfið. Faðir barnsins hafði skilið hann eftir í garði nálægt ánni Logan í Eagleby, suðaustur af Brisbane í maímánuði 2007.

Síðast sást til Baden í mars 2006, en hann var ekki tilkynntur týndur fyrr en í júní 2015. Lík hans hefur aldrei fundist og enginn veit hver örlög litla drengsins urðu.

Enginn veit örlög Badens litla
Enginn veit örlög Badens litla

Það var ekki fyrr en parið flutti í annað ríki að yfirvöld hófu leit að drengnum sem hefði átt að ganga í skóla. Hann hafði þá ekki sést í mörg ár.

Hvarf barnsins hafði farið framhjá öllum, hann hafði aldrei verið skráður í skóla né farið til læknis og móðir drengins hafi logið að öllum öll þessi ár.

Auglýsing
Húsið þar sem þau bjuggu og gluggar barnaherbergisins voru málaðir svartir
Húsið þar sem þau bjuggu og gluggar barnaherbergisins voru málaðir svartir

Dina laug að félagsmálayfirvöldum um Baden, sem fæddist þá háður metamfetamíni, í nærri áratug. Bæði Baden og tvö önnur börn þeirra höfðu verið tekin af þeim, en skilað aftur eftir ár undir eftirliti.

Þegar þau fengu Baden til baka gerðu þau stutt líf drengsins að algeru helvíti. Þau læstu hann inni í barnaherbergi, máluðu rúðurnar svartar og skiptu aldrei um bleyju. Herbergið lyktaði af þvagi og saur.

Þau kenndu honum um að þau höfðu misst forræði yfir hinum börnunum og kölluðu hann ýmsum ónefnum.

Faðir drengins játaði loks fyrir lögreglu árið 2016 að hann hafi yfirgefið Baden litla, því Baden var svo erfiður og „allt varð bara svo erfitt og allt of mikið.”

Hann sagðist hafa verið „steiktari en allt” af völdum eiturlyfjaneyslu.

Þann 4. mars 2019 lýsti Shane því fyrir rétti að hann hefði keyrt drenginn í garðinn, faðmað hann, sett hönd sína á höfuð hans og sagt „fyrirgefðu.”

Svo „stökk hann inn í bílinn og keyrði á brott” án þess að horfa í baksýnisspegilinn,” sagði saksóknarinn Danny Boyle fyrir rétti.

„Hann var að vona að einhver myndi finna hann og hugsa um hann,” sagði verjandinn.

Shane hefur sagst vera valdur að manndrápi og Dina segist vera sek um lygar.

Dæmt verður í málinu síðar, samkvæmt 9 News.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!