KVENNABLAÐIÐ

Skildu börn sín eftir í vegakanti því þau þurftu „frí” frá þeim

Tveggja og þriggja ára bræður bjuggu í viku á tjaldstæði fyrir heimilislausa því foreldrar þeirra „þurftu að hvíla sig“ á þeim.

Ungir úkraínskir foreldrar eiga synina Andrey (3) og Maksim (2). Þau skildu þá eftir í vegakanti og sögðust ætla að kaupa mat. Drengirnir voru því í umsjá ókunnugra í það sem þeir héldu að yrðu nokkrar mínútur, en foreldrarnir fóru í heila viku. Hefði það eflaust tekið lengri tíma ef einhver hefði ekki hringt á lögregluna. Aðspurð hví þau hefðu skilið synina eftir sögðust þau vera þreytt og þurft á pásu að halda.

Auglýsing

Einn íbúi tjaldstæðisins segir við fréttamenn: „Ungt par kom og bað okkur að líta eftir börninum. Strákarnir voru allsnaktir og berfættir. Þau sögðust ætla í búð að kaupa mat og yrðu komin eftir nokkrar mínútur. Svo fóru þau bara og komu ekki aftur.”

Fólkið á tjaldstæðinu áttaði sig á í hvað stefndi og hóf að gefa drengjunum af matnum sínum, en það var takmarkað hvað það gat gert fyrir þá.

Drengirnir léku sér þó í draslinu, drukku vatn úr nærliggjandi á og urðu mjög skítugir.

Andrey og Maksim var bjargað eftir að sjónarvottur hringdi á lögregluna. Olena Tashevska var á gangi nálægt ánni Dnieper til að finna stað til að leggjast í sólbað. Sá hún drengina nakta leika sér á tjaldstæðinu. Fékk hún áfall og hringdi strax í lögreglu.

Auglýsing

Drengjunum var ekið á sjúkrahús þar sem þeir fóru í rannsóknir og kom í ljós að þeir voru vannærðir og með sýkingar. Þeir voru mjög máttfarnir og áttu erfitt með gang en vissu nöfnin þeirra og aldur. Barnaverndaryfirvöld tóku eftir að þeir spurðu aldrei um foreldra sína.

Foreldrarnir
Foreldrarnir

Foreldrarnir fundist loksins, Bozhena Synychka (20) og Volodymyr Zaitsev (25). Þegar þau voru yfirheyrð, en þau vinna fyrir sér með því að safna og selja brotajárn, sögðu þau að þau væru „afskaplega þreytt” og „þyrftu að hvílast.”

Rannsókn hefur verið hafin á málinu og verða þau eflaust svipt forræði og geta fengið allt að fimm ára fangelsisdóm fyrir vanrækslu. Drengjunum hefur verið komið fyrir á barnaheimili þar til ákvörðun verður tekin um hvað þá verður.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!