KVENNABLAÐIÐ

Höfundur „How To Murder Your Husband“ ákærð fyrir að hafa myrt eiginmann sinn

Rithöfundurinn Nancy Crampton-Brophy (68) skrifaði fræga ritgerð sem hét „How To Murder Your Husband.“ Var hún handtekin síðastliðinn miðvikudag, grunuð um að hafa myrt eiginmann sinn, 63 ára gamlan kokk sem varð fyrir banvænu skoti í eldhúsi þar sem hann vann, í Oregon Culinary Institute þann 2. júní síðastliðinn.

Auglýsing

Daginn eftir morðið fór skáldkonan, sem hefur gefið sjálf út bækurnar “The Wrong Husband” og “Girl Most Likely To,” á Facebook til að tilkynna um andlátið.

nanc

Ritgerðin, sem geymd var í gagnasafni, er nú læst almenningi. Hún var gefin út á bloggi See Jane Publish og innihélt kafla um ákjósanleg vopn og tilefni morða.

Auglýsing

Árið 2012 sagði Nancy á Romancing the Genres blogginu hvað það væri sem heillaði hana hvað helst í rómantískum spennusögum: „Morð, limlestingar og ógeð virðist vera mér eðlislægt sem þýðir að eiginmaður minn hefur lært að sofa með annað augað opið.“

Hjónin voru gift í 26 ár.

Heimild: HuffPost.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!