KVENNABLAÐIÐ

Leikarinn Burt Reynolds allur, 82 ára að aldri

Leikarinn ástsæli Burt Reynolds, stjarnan með yfirvaraskeggið dó fimmtudaginn 6. september. Hann var 82 ára að aldri. Burt var frá Georgíuríki og þekktastur fyrir hlutverk sín í „Smokey and the Bandit“ og „Boogie Nights.“

Auglýsing

Dánarorsökin var hjartaáfall.

Burt var heimsþekkt kyntákn í hlutverkum sínum í bíómyndum en reyndi einnig leikstjórn. Áður var hann fótboltastjarna. Hann braut ýmis viðmið, m.a. sat hann fyrir nakinn í Cosmopolitan tímaritinu árið 1974.

Leikarinn hafnaði nokkrum hlutverkum á lífsleiðinni sem hefðu getað gert hann að enn stærri stjörnu, allt frá James Bond til Hans Solo í Star Wars. Einnig var hann líklegastur til að fá hlutverk Michael Corleone í „The Godfather“ eftir Francis Ford Coppola árið 1972. Hann sá eftir þessu í viðtölum en sagðist hafa valið hlutverk sem voru skemmtilegust, ekki mest krefjandi.

Burt fékk Óskarsverðlaunatilnefningu árið 1998 fyrir bestan leik í aukahlutverki eftir að hafa leikið klámmyndaframleiðanda í kvikmyndinni „Boogie Nights,“ þrátt fyrir að honum hafi mislíkað að leika í myndinni þar sem hún sýndi klámbransann í jákvæðu ljósi.

Burt átti við hjartavandamál að stríða og fór í eiturlyfjameðferð árið 2009. Sagðist hann vera háður verkjalyfjum eftir bakaðgerð.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!