KVENNABLAÐIÐ

Milljarðamæringur eyðir öllum sínum frítíma í að tína rusl í heimabæ sínum

Zhong Congrong, er kínverskur milljarðamæringur frá borginni Chongqing. Hann er orðinn þekktur sem „milljarðamæringurinn sem safnar rusli,“ þar sem hann stundar að feta stræti borgarinnar með ruslatínu og tína upp allt rusl sem á vegi hans verður.

Auglýsing

Zhong sem er 52 ára fór í ruslatínsluna fyrir um þremur árum, eftir að hafa farið í fjölskylduferð. Þar hitti hann fyrir háskólaprófessor á eftirlaunum sem hafði verið að tína rusl á nálægum ströndum á hverjum degi, í fjögur ár. Hann heillaðist svo af þessari seiglu konunnar að hann ákvað að gera slíkt hið saman í Chongqing, um leið og hann kom úr fríinu.

Til að byrja með vakti þessi sjálfstæða ruslahirða neikvæða athygli bæði íbúa sem og fjölmiðla. Fólk gat hreinlega ekki skilið af hverju maður sem átti fasteignir, bílaumboð og alls konar verksmiðjur væri að tína upp rusl með eigin höndum. Taldi það að hann væri bara að gera þetta fyrir athyglina, en Zhong lét þessa neikvæðni ekki á sig fá.

Auglýsing

Fjölskylda hans var einnig undrandi á þessari hegðun í byrjun. Kona hans og börn skömmuðust sín fyrir þessa neikvæðu athygli og þennan sérstæða „vana“ hans og vildu ekki sjást með honum á almannafæri. Eftir því sem tíminn leið breyttist þetta þó. Umhverfið varð hreinna og hann fór að hljóta lof frekar en last. Kona hans er nú talsmaður þess að fólk hætti að dreifa rusli á víðavangi og skammar alla sem henda rusli á götum úti.

Auglýsing

Þetta er orðið Zhong hjartans mál og hann vill hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hann segir reglugerð í Kína þurfi að taka harðar á sóðum. Einnig sektar hann alla starfsmenn sína um 10 yuan sem henda rusli á almannafæri.

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!