KVENNABLAÐIÐ

Aretha Franklin er alvarlega veik á spítala

Aretha Franklin, sem hefur verið kölluð drottning sálartónlistarinnar, er orðin 76 ára gömul og liggur nú fárveik á spítala, umkringd ástvinum. Frændi hennar hefur beðið aðdáendur um bænir: „Hún biður um að fólk biðji fyrir styrk til hennar. Það er allt sem við erum að gera,“ sagði Tim Franklin (60) í viðtali við Radar.

Auglýsing

Ættingjar hafa ekki hug á að gefast upp en Aretha hefur verið að berjast við krabbamein í nokkur ár.

Auglýsing

Aretha hefur unnið 18 Grammy verðlaun í gegnum tíðina og berst nú fyrir lífi sínu: „Hún er vakandi og með allt á hreinu. Hún hlær,“ segir Tim. „Aretha er sterk, trúuð kona. Að sjálfsögðu biðjum við fyrir henni í veikindunum. Við trúum öll að hún muni lifa af, andi hennar er það sterkur.“

Söngkonan veit að allir vita að hún er við dauðans dyr: „Þeir hafa áhyggjur. Hún veit það. En við gefum henni andrými. Hún spjallar við alla, les og horfir á sjónvarpið.“

Aretha hefur, þrátt fyrir trú ættingja sinna, sagt bless við vini sína og mágkona hennar Cendia Franklin segir að hún sé „alvarlega veik.“

Hún dvelst nú í Detroit.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!