KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber er „fáránlega stjórnsamur“ unnusti

Hin nýtrúlofaða Hailey Baldwin (21) hefur næstum hætt að hitta vini sína eftir að hún trúlofaðist Justin Bieber. Fyrir trúlofunina sást hún stöðugt úti með vinkonum sínum, t.d. Kendall Jenner og Bellu Hadid. Hún sést æ sjaldnar úti og er Justin kennt um.

Auglýsing

„Stundum er Hailey að fara að gera eitthvað með vinum sínum en á síðustu stundu sendir hún þeim skilaboð og segist ekki geta komið. Hún segir ekki endilega af hverju en það hefur eitthvað með Justin að gera. Allir grínast með að hún hafi verið heilaþvegin af Biebs, en vinir hennar hafa í raun miklar áhyggjur af henni,“ segir nafnlaus heimildarmaður.

Auglýsing

Vinum hennar finnst hún hegða sér meira sem aðdáandi Biebers en unnusta: „Hennar innsti hringur hefur áhyggjur af því að Justin sé að ráð of miklu í hennar lífi…hann er furðulega strangur varðandi það hvernig hann vill hún hegði sér. Hann er alltaf að segja henni hvað hún má og má ekki og Hailey bara hlýðir. Það er eins og hún sé blinduð af ást,“ heldur hann áfram.

Bieber á til að segja tilvonandi konu til – hverju hún má klæðast til að hún sé í stíl við hann. Hailey finnst það sætt, en öllum finnst það fáránlegar kröfur. Einnig er Justin sagður vilja sjá Instagram myndirnar hennar áður en hún póstar þeim.

Söngvarinn vill einnig stjórna öllu varðandi brúðkaupið og segir vinurinn: „Ef hann myndi ráða myndi hann velja kjólinn hennar líka. Hún er svo heilluð af honum að sem stendur er hún hlýðin öllum þessum fáránlegu reglum.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!