KVENNABLAÐIÐ

Khloe og Tristan „tala varla saman“

Khloe Kardashian og Tristan Thompson eru sögð eiga varla í neinum samskiptum eftir að NBA leikmaðurinn var staðinn að framhjáhaldi rétt fyrir fæðingu dóttur þeirra True.

Auglýsing

Þrátt fyrir að parið reyni að viðhalda rómantíkinni og séu enn í einhverskonar sambandi er ónefndur heimildarmaður sem segir í viðtali við In Touch að þeim finnist hvort annað „drepleiðinleg,“ og ekki sé um að ræða neinar „vitsmunalegar samræður“ milli þeirra.

„Þau hafa ekkert að segja við hvort annað heima og stundum líða margir klukkutímar án þess að segja orð,“ sagði sögusmettan. „Það hjálpar ekki til að þau eiga hreinlega ekkert sameiginlegt fyrir utan kynferðislegs aðdráttarafls en það er að renna sitt skeið einnig.“

Auglýsing

Þó Tristan og Khloe fari út saman er það hálf-misheppnað líka: „Það er allt mjög þvingað milli þeirra. Hann dregur vini sína með til að hafa einhvern að tala við en hún getur ekki fylgst með umræðuefninu. Þó hún elski körfuboltaleikmenn skilur hún ekki íþróttina.“

Til að bæta gráu ofan á svart er Khloe afar döpur yfir útreiðinni sem dóttir hennar fær á netinu: „Þetta hefur skelfileg áhrif á hana og hún er utan við sig, hrædd og óróleg.“

Khloe hefur meira að segja íhugað málssókn: „Hún er ekki hrædd við að vernda fjölskylduna og mun hafa samband við lögfræðinga ef þess þarf. Hún gersamlega hatar „tröllin“ á Twitter. Fólk segir henni að hún og barnið séu „drasl“ og hún veit auðvitað að fallegra barn er ekki til, en þetta orsakar svefnlausar nætur hjá henni og hún hefur grátið mikið.“

Í vikunni var Tristan ekki hættur við sína fyrri iðju- að daðra við aðrar konur í ESPY partýi. Sást hann láta vel að öðrum konum og gefa þeim númerið sitt.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!