KVENNABLAÐIÐ

Louis prins skírður: Myndir

Breski prinsinn Louis var skírður mánudaginn 9. júlí. Vaknaði hann ekki við hina merku athöfn og svaf sem fastast í fangi móður sinnar Kate. Aðdáendur fylgdust með um allan heim, en Louis er þriðja barn þeirra Kate og William.

lous

Auglýsing

Skírnin er alltaf fastur liður í fæðingu barna innan konungsfjölskyldunnar. Var Louis skírður í Chapel Royal of St James’s Palace í London og var hann eins og ljós alla athöfnina sem stóð yfir í 40 mínútur. Var hann afskaplega vær eins og áður sagði og er þetta í annað skipti sem hann sést opinberlega.

Britain's Catherine, Duchess of Cambridge holds Britain's Prince Louis of Cambridge on their arrival for his christening service at the Chapel Royal, St James's Palace, London on July 9, 2018. (Photo by Dominic Lipinski / POOL / AFP) (Photo credit should read DOMINIC LIPINSKI/AFP/Getty Images)

Í fyrsta skiptið var 23. apríl 2018 þegar hann var nokkurra klukkustunda gamall. Heilsaði Kate með Louis öllum þeim sem höfðu áhuga á Lindo Wing í  St Mary’s spítalanum í Paddington.

lois88

Nú er Louis 11 vikna gamall og var skírður með guðforeldrum og nánustu ættingjum. Hann er nýjasti meðlimur konungsfjölskyldunnar ásamt Meghan Markle en eins og kunnugt er gekk hún að eiga Harry Bretaprins í maí á þessu ári. Louis er áttunda barnabarnabarn Elísabetar drottningar og sá fimmti til að erfa konungsdæmið á eftir Charles Bretaprins, William Bretaprins, George Bretaprins og Charlotte Bretaprinsessu.

lois34

Auglýsing

lois8

lois5

lois4

lois3

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!