KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber og Hailey Baldwin eru trúlofuð!

Fyrirsætan Hailey Balwin hefur trúlofast söngvaranum og hjartaknúsaranum Justin Bieber, staðfestir vinur fyrirsætunnar í viðtali við CNN.  Parið, sem hafði verið í sambandi árið 2016 áður en þau hættu saman hafa sameinast á ný og virðist ástin blómstra.

Justin og Hailey voru á Bahamas eyjum á dögunum og er sagt að þá hafi Justin ákveðið að biðja hennar.

Auglýsing

Pabbi Justins, Jeremy Bieber, hafði eitthvað að segja um málið en hann sagði á Twitter:

„@justinbieber Proud is an understatement! Excited for the next chapter!,“  í pósti sínum með mynd af söngvaranum ungum á strönd.

Á laugardag sagði mamma Justins, Pattie Mallette, á Twitter: „Love Love Love Love Love Love Love“ með engum öðrum útskýringum.

Faðir Hailey, Stephen Baldwin sagði að hann og mamma Hailiear, Kennya: „Always pray 4 God’s will !!“

„He is moving in the hearts of JB & HB,“ the elder Baldwin said in the tweet, which also tagged Bieber’s parents to congratulate them. „Let’s all pray for His will to be done. Love you 2 so much!!! #Godstiming #bestisyettocome.“

Auglýsing

Svo eyddi Stephen tvítinu.

Ástarmál Justins eru mikið mál fyrir aðdáendur hans sem fylgjast grannt með – sambandi hans við Selenu Gomez og öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Nú fóru aðdáendur á flug, sérstaklega vegna óvæntrar trúlofunar Ariönu Grande og Pete Davidson á dögunum en þau höfðu verið að hittast í nokkrar vikur.

Bieber og Grande hafa sama umboðsmann: Scooter Braun.

Hailey var nýlega tengd söngvaranum Shawn Medes, en þau hittust á Met Gala í New York í maí á þessu ári. Hún lýsti því yfir við UK The Times að hún og Justin hefðu átt erfitt eftir sambandsslitin árið 2016: „Við töluðum ekki saman lengu og það var allt mjög skrýtið. En við áttuðum okkur á að við værum bara betri vinir. Mér þykir vænt um hann. Þetta er fullorðinslegt. Allt í góðu.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!