KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber yfir sig ástfanginn af Hailey Baldwin

Hjartaknúsarinn Justin Bieber er genginn út (enn eina ferðina!) og eru þau fyrirsætan Hailey Baldwin búin að staðfesta sambandið. Sáust þau saman í Los Angeles, Kaliforníuríki, þar sem hann hélt á henni og var greinilega afskaplega hrifinn.

Auglýsing

Þau sáust kyssast um daginn í New York og geta greinilega ekki án hvors annars verið.

Justin (24) gekk um með Hailey (21) í kvikmyndastúdíói í LA. Var hann að búa til tónlistarmyndband fyrir nýtt lag sem hann er að gera með DJ Khaled.

Auglýsing

heily b

Hailey er dóttir leikarans Stephen Baldwin og hefur getið sér gott orð sem fyrirsæta.

Justin og Hailey áttu stutt samband milli 2015 og 2016 en það gekk ekki upp. Í dag virðast þau hafa náð að tengjast að nýju, þrátt fyrir að hafa átt stutt sambönd í sitthvoru lagi.

Heimildarmaður sagði við Us Weekly: „Þau hafa haft eitthvað sérstakt í mörg ár. Hann var stór hluti lífs hennar á árum áður og hann á alltaf sérstakan stað í hjarta hennar.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!