KVENNABLAÐIÐ

Morð XXXTentacion: Grunaður maður handtekinn

Hinn tvítugi rappari XXXTentacion var myrtur á dögunum í Flórída. Samkvæmt lögreglunni í Broward sýslu hefur 22 ára maður, Dedrick Williams verið settur í gæsluvarðhald og mun hann vera ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu.

Auglýsing

„Á 48 tímum handtóku rannsóknarlögregllumenn Dedrick Devonshay Williams, frá Pompano Beach, fyrir morðið á Jahseh Onfroy, einnig þekktur sem XXXTentacion,” Almenningsfulltrúi lögreglunnar sagði: „Williams var tekinn í varðhald rétt fyrir klukkan 19 á Pompano Beach.”

 

Dedrick var einnig ákærður fyrir bílþjófnað og að aka án ökuleyfis. Honum er haldið án þess að geta verið sleppt út gegn tryggingu og nú er að bíða eftir réttarhöldunum.

Auglýsing

XXXTentacion var skotinn í höfuðið um klukkan 16, mánudaginn 18. júní á Deerfield ströndinni í Flórídaríki. Hann var fluttur afar slasaður á spítala þar sem hann lést af sárum sínum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!