KVENNABLAÐIÐ

Rapparinn XXXTentacion skotinn til bana í Flórída

Bandaríski rapparinn XXXTentacion var myrtur í dag. Hann var aðeins tvítugur að aldri. Hann hafði öðlast frægð á örskömmum tíma.

Raunverulegt nafn hans er Jahseh Onfroy og var hann að kaupa sér mótorhjól í suður-Flórídaríki þegar byssumaður skaut hann til bana úr bíl sínum. Lögregla í Broward sýslu segir að hann hafi verið færður á sjúkrahús en var síðar úrskurðaður látinn.

Auglýsing

XXXTentacion var einn af áhrifamestu röppurum samtímans. Hann hafði verið ákærður fyrir heimilisofbeldi og átti eftir að sæta dóms. Rapparinn hafði getið sér orðspor sem ótrúlegur hæfileikamaður og hafa kveðjur borist hvaðanæva að úr hip-hop heiminum, m.a. frá Kanye West.

xxteng

Auglýsing

Ekki er vitað um ástæðu morðsins eins og er, en sjónarvottur lýsti mikilli kúlnahríð fyrir utan mótorhjólaverslunina.

Jahseh hafði gefið út sína fyrstu plötu 17 í ágúst 2017 og voru lög á borð við SAD! og Moonlight meðal þeirra vinsælustu. Plata hans ? var á Billboard listanum í 200 efstu sætunum í mars síðastliðnum og hundruðir milljóna hafa fylgst með honum á netinu.

Jahseh var með 15 ákærur á sér þegar hann lést, m.a. eina þar sem hann réðist á vanfæra konu.

Hann átti erfiða æsku og uppeldi hans var hörmulegt. Hann var rekinn úr grunnskóla fyrir slagsmál en reyndi að beita orku sinni í tónlistina.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!