KVENNABLAÐIÐ

Lítil dúlla í heimasaumuðum íslenskum búning færði án efa strákunum okkar gæfu!

Fjögurra mánaða stúlka sem bræðir öll hjörtu slær í gegn: Anya Heiða Cross var alveg pollróleg í dag meðan landsmenn trylltust úr gleði við að landsliðið okkar gerði jafntefli við Argentínu í dag. Þær mæðgur, Særún Heiða Sævarsdóttir, móðir Önju, og móðir hennar Guðrún Arnórsdóttir, ákváðu að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni af mikilvægasta landleik Íslands hingað til.

hm5

Guðrún kom með buff í heimsókn til mæðgnanna og ætlaði að setja það á höfuðið á henni. Særún hugsaði með sér, þar sem Anya er svo lítil að þetta gæti eiginlega verið kjóll!

hm4

„Þannig kom hugmyndin. Við mamma fórum aðeins að ræða þetta hvernig og hvort þetta væri hægt. Svo tók mamma bara fram saumavélina og byrjaði! Hún er alger snillingur í höndunum. Hún fann bara út úr þessu! Þetta er í raun samfella með áföstu pilsi og hárband með slaufu,“ segir Særún í viðtali við Sykur.

hm3

Fjölskyldan hefur mikinn áhuga á HM eins og sennilega flestir landsmenn þessa dagana og voru mikil læti þegar landsleikurinn fór fram í dag. Anya Heiða sem fæddist þann 17. febrúar 2018 var hinsvegar alveg pollróleg en óskaði strákunum sennilega góðs gengis í þessum æðislega búning…og það virkaði!

hm2

Hversu mikil dúlla er hægt að vera?!
Hversu mikil dúlla er hægt að vera?!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!