KVENNABLAÐIÐ

Brad Pitt vann sigur í forræðismálinu við Angelinu og mun vera með börnin í allt sumar

Brad Pitt mun hafa löglegt forræði yfir börnunum í allt sumar, samkvæmt dómi sem féll í dag. Hefur hann barist við Angelinu í um tvö ár vegna þessa.

Samkvæmt hæstarétti Los Angeles voru skráð skjöl þess efnis þann 6. júní síðastliðinn. Ouderkirk dómari sagði að börnin (fyrir utan Maddox, 16 ára) muni eyða tíma með föður sínum Brad frá 1. júní til 10. ágúst.

Auglýsing

Frá 8. júní til 17. júní mun Brad vera að minnsta kosti með einu barni í fjóra tíma á dag, og er þá um að ræðaPax, 14, Zahara, 13, Shiloh, 12, eða tvíburunum Knox og Vivienne sem eru níu ára í Bretlandi þar sem Angie er að taka upp framhaldið af kvikmyndinni Maleficent.

brad kids

Verða samverustundirnar á lúxushóteli fyrir utan London og mun læknir alltaf vera viðstaddur heimsóknirnar. Frá 27. júní til 1. júlí mun að minnsta kosti eitt barn eyða 10 tímum með Brad.

Auglýsing

Milli 8. júlí og 14. júlí mun Brad hafa yngri börnin í fjóra daga samfleytt. Getur hann beðið um aðstoð Transitioning Families á þessum tíma. Þann 21. júlí munu börnin fara aftur til Los Angeles til að vera með pabba sínum á heimili hans, en fara aftur til Bretlands þann 29.júlí. Þann 11. ágúst munu börnin aftur fara til hans í L.A.

Dómarinn skipaði Angelinu að gefa Brad farsímanúmer barnanna og bannaði henni að hlusta á samtölin við föður sinn. Dómarinn mun svo aftur taka málið fyrir þann 13. ágúst.

Á meðan öll yngri börnin þurfa að hlýta dómnum mun Maddox fá að ráða sér frekar sjálfur í samráði við Brad. Angelina hélt símafund með læknum og börnunum öllum til að ræða sumarplanið.

Sagði Ouderkirk dómari að hafi börnin ekki samband við föður sinn sé það þeim skaðlegt og það sé afar nauðsynlegt að þau hafi heilbrigt og sterkt samband við bæði föður og móður.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!