KVENNABLAÐIÐ

Suri Cruise í gifsi með móður sinni í New York…og Tom hefur ekki hitt hana í fjögur ár

Suri er orðin 12 ára gömul og hefur ekkert heyrt í föður sínum í a.m.k. fjögur ár. Sennilega er frekar um að ræða fimm ár. Ekki er vitað hvað gerðist hjá Suri, en hún virðist hafa lent í einhverju slysi. Virtist hún ekki þjást vegna þess og gekk með móður sinni um borð í þyrlu í New York, föstudaginn 8. júní. Suri er að æfa fimleika í skólanum sínum í New York og er líklegt að meiðslin séu vegna æfinga.

Auglýsing

suri gof

Voru þær mæðgur frekar þreytulegar, en Suri var í peysu með mörgæsum að framan og í pilsi í stíl. Katie, sem hefur verið orðuð við leikarann Jamie Foxx, var í rauðri peysu og síðu gallapilsi. Var hún með svarta og hvíta tösku.

Auglýsing

suri gfis

Katie hefur ekki sést með Tom Cruise síðan þau skildu, en Tom er að vinna í framhaldi Top Gun og Mission: Impossible þessa dagana. Mission: Impossible verður frumsýnd þann 27. júlí næstkomandi í Bandaríkjunum.

suri goff

Tom (55) hefur ekki hitt Suri í fjögur ár. Hann á tvö börn, Bellu og Connor, með Nicole Kidman en hann hittir þau reglulega. Er ástæðan talin vera sú að þau eru í Vísindakirkjunni en ekki Katie og Suri.

surijk3

Sykur hefur fjallað um mál Tom og Suri – smelltu HÉR til að lesa meira

suri gg

Tom og Katie fóru að hittast um vorið 2005. Þau tilkynntu trúlofun sína í júní sama ár. Þau eignuðust Suri í apríl 2006 og gengu í það heilaga á Ítalíu í Odescalchi kastalanum árið 2006.

Katie sótti um skilnað árið 2012.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!