KVENNABLAÐIÐ

David og Victoria Beckham þverneita sögusögnum um skilnað

David Beckham og Victoria Beckham hafa nú svarað þeim fréttum sem um þau hafa birst að undanförnu þess efnis að þau séu að skilja. Að undanförnu hefur sá orðrómur gerst æ háværari að þau séu að halda í sitthvora áttina. Þau hafa verið gift í 19 ár í næsta mánuði.

Föstudaginn 8 júni fór Twitter hálfpartinn á hliðina vegna þessara „frétta.“ Sagt var að í vændum væri yfirlýsing hjónanna um að þau væru að hefja nýtt líf, án hvors annars.

Auglýsing

Þau hafa þó þverneitað að eitthvað sé til í þessum sögum og segja það „djö…bull,“ „vandræðalegt“ og „hlægilegt.“

Í yfirlýsingu frá umboðsmanni hjónanna segir: „Það er ekkert að segja eins og er um skilnað. Þetta eru allt falskar fréttir. Þetta er fáránlegt og vandræðaleg tímaeyðsla. Það er mikið um sögusagnir og falskar fréttir á samfélagsmiðlum.“

Auglýsing

Veðbankar í Bretlandi hafa haft mikið að gera, margir hafa veðjað á skilnað eftir Twitter-öngþveitið sem hefur átt sér stað undanfarna daga. Þeir hafa þó lokað á veðmál þessu tengdu.

Victoria og Beckham (aka. Posh og Becks) eiga börnin Harper (6), Cruz (13), Romeo (15) og Brooklyn (19).

Í morgun póstaði Victoria fallegum skilaboðum á samfélagsmiðlum til eiginmanns síns til 19 ára. Var hún með Harper í skólabúning og sagðist sakna David. „Morgunknús“ titlaði hún myndina.

becks

„Fólk hefur spurt: „Erum við saman að nafninu til? Auðvitað ekki,“ sagði David í viðtali við Desert Island Discs í janúar 2017: „Við erum saman af því við elskum hvort annað. Við erum saman af því við eigum fjögur æðisleg börn.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!