KVENNABLAÐIÐ

Anthony Bourdain látinn, 61 árs að aldri

Anthony Bourdain, rithöfundur, þáttastjórnandi og kokkur er látinn. Virðist hann hafa framið sjálfsvíg. Anthony tók áhorfendur CNN um víða veröld í þáttum sínum og kynnti þá fyrir ólíkum menningum.

Auglýsing

Hann var einstakur sögumaður og segir í yfirlýsingu CNN: „Það er með miklum harmi að við staðfestum andlát vinar okkar og samstarfsmanns, Anthony Bourdain. Eldmóður hans gagnvart nýjum ævintýrum, nýjum vinum, mat og drykk og hinar merkilegu sögur sem hann sagði gerði hann að einstökum sögumanni. Hæfileikar hans héldu áfram að koma okkur á óvart og við munum sakna hans gríðarlega. Hugsanir okkar og bænir eru hjá dóttur hans og fjölskyldu á þessum erfiðu tímum.“

Auglýsing

Anthony var í Frakklandi að vinna að verðlaunaþáttunum sínum á CNN, Parts Unknown. Náinn vinur hans, kokkurinn Eric Ripert, fann hann örendan á hótelherbergi föstudagsmorguninn 8. júní.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!