KVENNABLAÐIÐ

Sofia Richie hætt með Scott Disick eftir að hann hélt framhjá

Fyrrverandi eiginmaður Kourtney Kardashian, Scott Disick, hefur aldrei verið við eina fjölina felldur. Fyrirsætan Sofia Richie (dóttir Lionel) sem er mun yngri en Scott frétti að hann hefði haldið framhjá henni í Miami á dögunum og sagði honum upp.

sofia 2

Samkvæmt Us Weekly segir vinur Sofiu þetta: „Sofia og Scott eru hætt saman. Hann hélt framhjá henni í Miami og hún komst að því og sagði pabba sínum frá því. Lionel sagðist ætla að hætta að halda henni uppi og muni skrifa hana úr erfðaskránni ef hún heldur áfram að hitta Scott, þar sem honum finnst hann „eitraður“ fyrir hana.“

Auglýsing

Þrátt fyrir framhjáhaldið mættu þau saman á forsýningu plötu Kanye West í Wyoming fyrr í vikunni. Þar var Scott (35) eitthvað illa fyrirkallaður og „gat varla talað“ samkvæmt sjónarvottum og sást jafnvel reyna við einhverja ljósku í partýinu.

Auglýsing

Sofia (19) og Scott fóru til St. Barts og var hún þá búin að fá fregnir af framhjáhaldinu. Eftir partýið svo í Wyoming var það dropinn sem fyllti mælinn. Hún reiddist víst mjög og sagði honum upp.

Sofia Richie and Scott Disick spotted in Venice

Scott og Sofia fóru að hittast í fyrra og hafa verið óaðskiljanleg í einhverja mánuði. Þann 26. maí átti Scott 35 ára afmæli og póstaði hún mynd af þeim að faðmast í sjónum og sagði: „Til hamingju með daginn elskan. Takk fyrir að vera þú. Elska þig.“

Sambandið var jafnvel komið á það stig að hún var farin að hitta þrjú börn Scotts sem hann á með Kourtney.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!