KVENNABLAÐIÐ

Móðir sem næstum var látin vegna heróínneyslu snýr lífi sínu við á magnaðan hátt

Móðir sem deildi sláandi myndum af sjálfri sér undir áhrifum heróíns á samfélagsmiðlum, öðrum til varnaðar, segir frá hvernig henni tókst að snúa lífi sínu við. Melissa Matos segir að hún hafi farið í vímu í svefnherbergi sínu, útötuðu í blóðslettum, meðan átta ára dóttir hennar hjálpaði systur sinni með heimavinnuna áður en þær fóru í skólann.

Dætur Melissu
Dætur Melissu

Melissa segir að dætur hennar Katherine, sem nú er 11 ára og Elisabeth (9) hafi bjargað henni frá eiturlyfjabölinu. Myndir sem hún hefur deilt á samfélagsmiðlum hafa farið á flug á netinu – um allan heim – segja sögu þessara kvenna og hvernig stelpurnar hennar hjálpuðu henni að verða edrú.

Auglýsing

fikn78

Á tímabili var Melissa, eins og sést á meðfylgjandi myndum, ófær um að sjá um börnin sín og sig sjálfa. Eldri dóttirin fór upp á næstu hæð til að færa „veikri“ móður sinni mat og drykk og nuddaði hún höfuð hennar því hún reyndi að láta henni líða betur. Hún hafði ekki hugmynd um að móðir hennar var háð ópíóðum og hafði verið það næstum í heilan áratug. Hún hélt bara að mamma væri veik.

fikn3

 

Melissa var með dökka bauga og alsett sárum. Hún var stundum dögum saman hálf-meðvitundarlaus á baðherbergisgólfinu. Í Facebookpósti sem hún deildi á veraldarvefnum vildi hún sýna fólki það miskunnarleysi og ógeð sem fylgir eiturlyfjafíkn. Segir hún sjálf að hún líti út „eins og lík.“ Í fyrsta skipti hefur Melissa (40) verið heiðarleg og hugrökk og sýnt fram á að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hún þakkar börnunum sínum að hún komst á beinu brautina.

fikn1

 

Melissa hefur nú verið edrú síðan í mars 2016. Hún segir að börnin hafi alltaf verið í hennar umsjá: „Þau voru á heimilinu, að leika sér eða sofandi. Ég notaði aldrei fyrir framan þær, bara í herberginu eða baðherberginu. Það sem ég man mest er frá svefnherberginu. Það voru blóðslettur á veggjunum af því ég reyndi að losa stíflur úr sprautunum. Rúmfötin voru það líka, og brunagöt eftir sígarettur eftir að ég sofnaði af því að nota heróín eða Xanax.“

Auglýsing

fikn4

Melissa sem er frá Vesur-Virginíuríki segir að hún hafi „logið, stolið og svikið til að sinna fíkninni.“

fikn6

„Ég var kærulaus, ábyrgðarlaus og köld. Ég var fjarverandi sem móðir, eiginkona, dóttir og vinkona. Ég fór að missa allt og alla. Það var bara byrjunin. Fíknin leiddi mig í algert rugl. Pillurnar sem ég tók voru allt í einu ekki nóg þannig ég fór til mismunandi lækna til að fá meira. Að lokum komst upp um mig að lokum og ég fór á bannlista.“

fikn7

Á einhvern hátt tókst Melissu að leyna vandanum og koma í veg fyrir að dæturnar myndu stinga sig á nálum. Þær fundu aldrei nálar því hún geymdi þær á öruggum stað. Þrátt fyrir það var aldrei drasl á heimilinu eða slíkt en stúlkunar mættu oft ekki í skólann.

Melissa viðurkennir að hún átti erfitt með að gefa þeim að borða: „Ég eyddi öllum dögum í að sprauta mig með heróíni eða taka Xanax í nefið“ segir hún. „Ef krakk var til staðar reykti ég það. Ef pillur voru til staðar át ég þær. Þetta skipti engu máli, ég hataði sjálfa mig og hataði lífið.“

fikn2

Árið 2015 tók Melissa of stóran skammt í svefnherberginu sínu en börnin voru að leika sér í herberginu við hliðina á: „Sjúkraflutningamennirnir sögðu stelpunum að mamma hefði verið blóðlaus og því liðið yfir hana. Þetta var einn lægsti punkturinn í mínu lífi. Samt var ég svo veik að þetta stoppaði mig ekki. Ég fór heim og sprautaði mig með sama fentanyli og var næstum því búið að drepa mig. Næstu mánuðir fóru í að missa tvær íbúðir og næstum því allt sem ég átti.“

fikn15

fikn13

Fór Melissa á fundi til hjálpar fíklum en var enn að nota: „Ég svindlaði á pissuprufum, en einn daginn fór ég svo dópuð að ég var ekkert að hugsa. Ég féll á prófinu og barnaverndaryfirvöld voru kölluð til. Ég var að fara að tapa því eina sem ég elskaði í þessum heimi. Þennan dag fann ég edrúmennskuna.“

fikn11

fikn9

Melissa hefur nú verið edrú síðan 1. mars 2016 og hefur verið aktíf í AA – Alcoholics Anonymous. Hún er rithöfundur og fyrirlesari í þeim tilgangi að vekja athygli á öllu því ógeðfellda sem fylgir fíkninni. Hún er búin að setja upp samtök sem hjálpa mæðrum með fíknivanda, til að hjálpa þeim að komast á beinu brautina: „Ég er að vinna með konum sem enn eru veikar í þjáningu. Einnig með konum í bata. Ég reyni að hjálpa þeim. Kerfið sem við búum við, því miður, er að taka börn frá mæðrum sínum og kenna fíklinum um, í stað þess að veita þeim nauðsynlega hjálp og stuðning að halda fjölskyldunni saman.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!