KVENNABLAÐIÐ

Öryggisgæsla hert í kringum Meghan og Harry í kjölfar hótana Talíbana

Breskir sérsveitarmenn gæta nú nýgiftu hjónanna, Harry og Meghan. Óttast er að ráðist verði á hertogann og hertogaynjuna af Sussex af Talíbönum. Hótunin er talin vera bein afleiðing þess sem Harry Bretaprins sagði árið 2013, en þá gortaði hann af því að „sprengja öfga-Talíbana í tætlur,“ og staðfesti þá þarmeð að hann hefði myrt liðsmenn Talíbana.

Auglýsing
Harry í hernum
Harry í hernum

Aðspurður hvort hann hefði drepið við störf sín sagði prinsinn: „Jább, og margir hafa. Sveitin hefur verið þarna. Það er krafist af öllum að skjóta eitthvað.“

Harry hélt áfram að útskýra af hverju morð væru nauðsynlag sagði hann: „Að taka líf er eitthvað sem þetta snýst um, býst ég við. Ef fólk er að gera eitthvað slæmt við gaurana okkar þurfum við að taka þá úr leik, býst ég við.“

Þessar athugasemdir vöktu ugg í Brelandi og var öryggisgæsla aukin í kringum hann af ótta við að ummæli hans væru olía á eld vegna ástandsins í Afganistan.

Þau hafa ekki heldur gleymst, samkvæmt Sun á sunnudeginum 27. maí. Nýgiftu hjónin eru vel varin á heimili þeirra í Kensingtonhöllu. Heimili þeirra í sveitinni hefur verið breytt í virki af sömu tegund og umkringir Buckinghamhöll og ver einnig forsætisráðherra Breta, Theresu May.

Hreyfiskynjarar og myndavélar eru staðsettar allsstaðar á eigninni til að góma óvelkomna gesti. Það hefur einnig verið sett í lög að ef einhver komi óboðinn geti sá hinn sami átt von á sex mánaða fangelsi.

Auglýsing

Í suðurhluta Englands þar sem hjónin hafa aðsetur í Cotswolds hafa íbúar verið stöðvaðir og spurðir spjörunum úr af þungvopnuðum hermönnum sem eru líklega í sérsveitinni. Þeir eru að gæta hjónanna.

Talíbanar í Afganistan sögðu að Harry hefði greinilega „geðveilu“ þegar hann líkti slátrun Talíbana við tölvuleik: „…þetta var skemmtilegt…því ég er einn af  þeim sem elska að spila í PlayStation og Xbox, þannig með þumlunum fannst mér eins og ég væri að gera eitthvert gagn.“

Einnig sagði Harry ástæðuna fyrir að hann gegndi herþjónustu vera: „Ég er barnabarn drottningarinnar og allt það, ég elska að vera fyrirmyndin hennar, en til að vera hreinskilinn og eins og ég sé það, William sér það einnig, þjónusta okkar gagnvart landinu í hernum hvaða form sem það tekur, mun alltaf hafa forgang.“

Brúðkaupið
Brúðkaupið
Harry í hernum
Harry í hernum

Talsmaður Talíbana sagði síðar við The Guardian: „Ég held hann sé andlega veikur, þessvegna segir hann að þetta sé leikur. Þessi tegund fólks býr í Afganistan og það setur sig ekki í hættu við að standa gegn mujahideen [heilögum stríðsmönnum].”

Bætti hann við: „Hann hefur ekki heilann í að vita að það er stríð í gangi“ og vísaði til þess að hann teldi hann vera að ljúga um að hafa tekið þátt í stríðinu.

Harry og Meghan höfðu áhyggjur af því í brúðkaupinu að sitja í kerru með opnu þaki því þau héldu að einhver vildi þeim illt.

Þau voru hinsvegar varin af leyniskyttum sem höfðu leyfi til að drepa og voru hluti af 30 milljóna punda aðgerð sem var ein sú stærsta í sögunni. Lögreglan hafði kortlagt svæðið og séð hvað voru hættusvæði.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!