KVENNABLAÐIÐ

Nýgiftu hjónin snúa aftur í Kensingtonhöll

Hin nýgiftu Harry Bretaprins og Meghan Markle náðust á mynd saman í dag, þeirri fyrstu síðan í brúðkaupinu á laugardag. Virtust þau afar afslöppuð og hamingjusöm eftir ótrúlega viðburðaríka helgi. Harry var við stýrið, í blárri skyrtu með armband, Meghan brosandi í svörtu með demantseyrnalokka.

Þau hafa nú dvalist í þriggja herbergja heimili í Nottingham Cottaga sem er á lóð Kensingtonhallar, en munu nú flytja í stærri íbúð innan hallarinnar sjálfrar.

Auglýsing
Á leið í „eftirpartý" brúðkaupsins
Á leið í „eftirpartý“ brúðkaupsins

Hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa ekki gefið út neitt þess efnis að þau ætli í brúðkaupsferð, heldur ætla að hella sér í konunglegar skyldur.

Giskað er á þau muni fara í „litla brúðkaupsferð“ á Írlandi, samkvæmt heimildum, en þau plön hafa verið leynd fyrir öllum. Harry hefur ekki komið þangað áður en Meghan, 36, heimsótti Írland sem sendiherra fyrir One Young World ráðstefnuna árið 2014.

Auglýsing

Er ferðin, sem verður sennilega dagsferð, áætluð í júní eða júlí á þessu ári.

kens3

Nýgiftu hjónin munu svo fara í ferðalga til Ástralíu þar sem Harry mun opna Invictus leikana. Einnig munu þau heimsækja Nýja-Sjáland og eyjurnar Tonga og Fiji.

Fyrsta verk þeirra verður þó að fagna sjötugsafmæli Charles Bretaprins, næsta konungi Bretlands, en það er á morgun, 22. maí.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!