KVENNABLAÐIÐ

Twin Peaks leikkonan Pamela Gidley látin, 52 ára að aldri

Leikkonan Pamela Gidley hafði það allt – bæði hæfileika og útlit, en hún kaus að hverfa frá Hollywood fyrir sex árum til að hugsa um veikan bróður sinn. Hún vann keppnina Most Beautiful Girl in the World þegar hún var 19 ára  en var þekktust fyrir hlutverk sitt í Twin Peaks upprunalegu þáttunum.

Pamela vann fegurðarsamkeppnina Most Beautiful Girl in the World. Sjá má David Hasselhoff bakvið hana
Pamela vann fegurðarsamkeppnina Most Beautiful Girl in the World. Sjá má David Hasselhoff bakvið hana

Fæddist hún í Massachusetts árið 1965 og átti hún þrjá eldri bræður. Fjögurra ára gömul vann hún fegurðarsamkeppnina Little Miss Lovely og tveimur árum seinna sat hún fyrir í auglýsingum Jordan March. Stóra tækifærið kom þegar hún var skráð á samning við fyrirsætufyrirtæki í Manhattan, New York og eftir að hafa verið á forsíðu Seventeen tímaritsins hóf hún leikferilinn. Pamela lærði við New York Academy of Dramatic Art skólann og Stella Adler kenndi henni.

Auglýsing
Með Keanu Reeves í Permanent Record
Með Keanu Reeves í Permanent Record

Pamela lék með Josh Brolin í hjólabrettamyndinni Thrashin og skrifaði hann þetta á Instagram til að minnast hennar:

 

Einnig lék hún með Keanu Reeves í Permanent Record. Þekktust var hún þó fyrir að leika fíkniefnaneytandann Teresu í Twin Peaks, en hún átti að hafa fundist með stafinn „T“ undir nögl sem leiddi lögregluna á slóð Lauru Palmer ári síðar.

Auglýsing
Cherry (2001)
Cherry (2001)

Pamela var gift áhættuleikaranum James Lew frá 2005-2008. Sótti hann um skilnað í Los Angeles. Árið 2014 var hún tengd við tónlistarframleiðandann Jimmy Iovine en er talið að hún hafi verið einhleyp þegar andlát hennar bar að í litla bænum Seabrook, New Hampshire, þar sem hún bjó en einungis 8,700 manns búa þar.

Pamela árið 2014 við frumsýningu The Pledge
Pamela árið 2014 við frumsýningu The Pledge

Er um mikinn viðsnúning að ræða þar sem hún eltist við sviðsljósið sem barn, unglingur og ung kona.

Engin dánarorsök hefur verið gefin upp.

 

 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!