KVENNABLAÐIÐ

Verne Troyer látinn, 49 ára að aldri

Verne Troyer er látinn. Var hann best þekktur fyrir að leika ‘Mini Me’ í myndunum um Austin Powers. Fréttatilkynning var birt á Instagram laugardaginn 21. apríl sem sagði að með sorg í hjarta væri skylt að segja frá því að Verne hefði látist: „Verne var einstaklega umhyggjusamur einstaklingaur. Hann vildi að allir myndu brosa, hlæja og vera hamingjusamir. Ef einhver var í neyð reyndi hann að hjálpa á allan þann hátt sem hann gat.

Auglýsing

Hann reyndi að breyta heiminum á jákvæðan hátt en hann var mjög metnaðarfullur og hafði jákvæða sýn á lífið. Þegar hann var á setti og í eigin YouTube mybndböndum vildi hann sýna öllum hvað hann gat. Þrátt fyrir smæð sína og foreldrar hans voru áhyggjufullir að hann myndi aldrei geta opnað dyr í eigin lífi fór hann að opna dyr fyrir öðrum, meira en hann gat ímyndað sér.

Auglýsing

Verne var einnig sterkur þegar kom að hans eigin baráttu. Í gegnum árin barðist hann og vann, barðist og vann, en því miður var þetta of mikið eina ferðina enn.

Í Austin Powers myndunum
Í Austin Powers myndunum

Þunglyndi og sjálfsvíg eru mjög alvarlega mál. Þú veist aldrei hvaða barátta á sér stað hið innra. Verið góð við hvort annað. Það er aldrei of seint að rétta út hönd og biðja um hjálp.“

Fjölskyldan biður um frið til að syrgja og vildi afþakka blóm en bað fólk um að gefa til hans uppáhalds góðgerðafélaga: The Starkey Hearing Foundation og Best Buddies.

Verne var uppalinn í Amish trúnni og var alinn upp á bóndabæ. Sagði hann í eitt sinn um uppeldið: „Foreldrar mínir komu ekki öðruvísi fram við mig en hin systkinin. Ég þurfti að bera timbur, gefa kúnum, grísunum og hinum dýrunum.“

Verne hafði átt við heilsufarsvanda að stríða að undanförnu og lést á spítala í Los Angeles.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!