KVENNABLAÐIÐ

Afríska „Beyonce“ myrt: Danskur eiginmaður grunaður um verknaðinn

Daninn Peter Nielsen er nú fyrir rétti vegna morðs eiginkonu hans og fjögurra ára dóttur. Er talið að hann hafi haft mikið fyrir að láta morðin líta út sem slys.

LAGOS, Nígeríu – Oft var talað um Zainab Ali Nielsen sem hina „afrísku Beyonce” vegna gríðarlegra vinsælda laga hennar undanfarin ár um heimsálfuna. Nokkrum vikum áður en Zainab, betur þekkt sem Alizee, átti að koma fram á stærsta tónlistarviðburði Nígeríu, fannst lík hennar og fjögurra ára dóttur hennar Petru á heimili þeirra í Lagos, höfuðborginni.

ali2
Þetta var skelfilegur og hörmulegur endir á farsælum ferli poppstjörunnar sem hófst árið 2014. Þá hitti Alizee nígerískan tónlistarpródúsent og reis til frægðar með smáskífu sinni Greenlight sem þekkt varð um alla Afríku.

Auglýsing

Fékk Alizee stóran plötusamning við asíska útgáfu og var henni oftar en ekki líkt við Beyonce sjálfa vegna söngsins og framkomu hennar.
Eiginmaður söngkonunnar, Peter Nielsen, átti í deilum við Alizee nokkrum klukkustundum fyrir dauða hennar þann 5. apríl síðastliðinn (2018)og var kvartað yfir hávaða til lögreglunnar vegna þess. Bjuggu þau í Bellasta Tower á Banana eyju með fjögurra ára dóttur sinni Petru.

Peter hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn sama dag og morðin uppgötuðust. Sagðist hann saklaus af verknaðinum þegar hann kom fyrir rétt síðastliðinn miðvikudag. Er hann ákærður fyrir tvö morð. Fyrst sagðist hann hafa fundið lík eiginkonu sinnar og dóttur þegar hann vaknaði um morguninn og sagðist telja að þær hefðu dáið af völdum gaseitrunar.
Peter vissi ekki að 13 ára systir Alizee, önnur af tveimur ungum systrum hennar sem bjuggu með þeim, hafði heyrt þau rífast þennan morgun sem hún dó.

Systirin, Gift Madaki, sagði við lögregluna að hún hefði heyrt morguninn sem systir hennar dó: „Ég heyrði hana kalla: „Hjálp, hjálp” og ég vakti yngri systur mínar og spurði hana hvort hún hefði einnig heyrt Alizee hrópa. Síðar sá ég manninn berja höfuð systur minnar í gólfið. Ég reyndi að flýta mér út til að biðja nágrannana um hjálp en allar dyr voru læstar. Þegar við komum að henni var hún látin.”

Samkvæmt lögregluskýrslum sem voru birtar fjölmiðlum á sunnudag, fór Gift beint til Kunle Kukoyi, húsvarðar Bellasta Tower, og sagði hún hefði heyrt Alizee gráta snemma morguns og sagði greinilegt að hún hafði verið beitt hörku af Nielsen.
Í lögregluskýrslum sagði stúlkan að hún hefði heyrt systur sína gráta í kringum 03:45 um morguninn.

Auglýsing

Samkvæmt skýrslum er vörðuðu rannsókn á aðstæðum í íbúðinni virtist sem ofbeldið hefði byrjaði inn í svefnherbergi parsins en líkin voru dregin inn í eldhús. Við nánari rannsókn komu í ljós áverkar ofbeldis á líkunum.
Saksóknari sagði við réttarhöldin að Peter hefði, eftir dauða eiginkonu hans, gefið dótturinni eitur og afleiðingar þess voru að hún lést einnig: „Síðan dró hann lík konu sinnar inn í eldhúsið og setti undir líkama móður hennar. Hann setti gasið í eldhúsinu af stað þannig því yrði trúað að þær hefðu dáið af völdum gaseitrunar.”

Lúxusíbúðirnar þar sem þau bjuggu

banaba island

Peter Nielsen er 53 ára gamall og á sér sögu um heimilisofbeldi. Faðir Alizee, Ali Madaki, segir Danann hafa verið „góðan karaker” til að byrja með í hjónabandinu. Hann hefði þó orðið ofbeldisfullur gagnvart konu sinni árið 2017 og barið hana þar til hún missti meðvitund síðar það ár.

ali33

„Í nóvember 2017 var málið kynnt lögreglu, en hann barði hana þar til hún missti meðvitund,” sagði Ali í viðtali við nígeríska dagblaðið The Punch. „Þá skrifaði hann undir skuldbindingu að hann myndi aldrei lemja hana aftur.”
Ekki er vitað hversu lengi Peter og Alizee voru gift en Ali sagði í viðtali að hann hefði „þekkt Peter í meira en sjö ár.”

Í fyrra skrifaði Alizee, sem var 29 ára, undir tveggja ára samning við plötufyrirtækið Petra Entertainment eftir sigurför lagsins Greenlight og gaf hún út aðra smáskífu í kjölfarið með laginu Masa.
Samningurinn gerði henni kleift að búa í dýrri íbúð og kaupa sér bíl af gerðinni Ford Explorer.
Eftir að dauði söngkonunnar var staðfestur í síðustu viku gaf plötuútgáfan út yfirlýsingu þess efnis að lögreglan ætti að „hraða rannsókn málsins og draga hlutaðeigandi aðila til ábyrgðar.” Einnig stóð þar: „Hugur okkar og bænir eru hjá ættingjum Alizee og Petra.”
Ekkert hefur verið haft eftir dönskum yfirvöldum eða danska ræðismanninum í Nígeríu.

ali
Náin vinkona Alizee sagði í viðtali við The Daily Beast að söngkonan hefði verið tilbúin að gefa út aðra smáskífu og koma fram á fleiri stöðum: „Hún hafði stóra drauma og vildi verða heimsfræg. Það er mikill missir fyrir Afríku að hún lést.

Fjölskylda Alizee vill fá réttlætinu framgengt og segir faðir hennar að morðinginn megi „ekki ganga laus.”
Ef Peter Nielsen verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðarefsingu í Nígeríu.
Saksóknarinn sagði að allar líkur bentu til þess að hann væri sekur: „Blóð lagaði úr andliti hans og hann hafði sár á höndum.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!