KVENNABLAÐIÐ

Eitraði fyrir og myrti konu sem hafði komið fram við hana sem dóttur

Þegar Adam Yoder hóf samband sitt við Kaitlyn Conley árið 2011, var henni fagnað í fjölskyldunni. Móðir Adams, Mary, dáði Kaitlyn (23) og kom fram við hana eins og eigin dóttur. Fékk Kaitlyn vinnu sem móttökudama og skrifstofustjóri á hnykkjarastofu í New York sem Mary átti og rak ásamt eiginmanni sínum Bill.

Hvað sem því leið áttu Adam og Kaitlyn í vandræðum í sambandinu Þau voru sífellt að byrja og hætta saman og fékk Adam peninga að láni frá Kaitlyn sem orsakaði mikla spennu í sambandinu. Að lokum ákvað Adam að enda sambandið en Kaitlyn hélt áfram að vinna á stofunni og var í góðum samskiptum við fyrrum tengdamóðurina Mary sem var sextug að aldri.

Auglýsing

Í júlí árið 2015 fór Mary að líða illa. Hún hafði mikinn niðurgang og uppköst og fór hún því snemma heim úr vinnu. Næsta morgun leið Mary enn verr. Bill fór með hana á sjúkrahús og innan sólarhrings fór líkami hennar að mynda bólgur og líffærin gáfust upp. Hún var sett á gjörglæsludeild þar sem heilsu hennar hrakaði stöðugt. Fjölskylda hennar sat við sjúkrabeðið og beið því sem koma skal.

Eftir nóttina hafði Mary fengið átta hjartaáföll og læknarnir höfðu lífgað hana við aftur og aftur. Í eftirmiðdaginn fékk hún svo áfallið sem réði henni bana. Mary lést 48 tímum eftir að hafa komið veik heim úr vinnu.

mary að

Mary Louise Yoder

Ástvinir Mary voru í áfalli – engan grunaði hvað hefði gerst. Kaitlyn var nefnd sem fjölskyldumeðlimur í dánartilkynningu Mary og settu hún texta á Facebook þar sem hún sagði: „Ég trúi því ekki enn að þú sért farin…þú varst það jákvæða í þessum heimi og ég er heppin og þakklát að leiðir okkar lágu saman. Þú kenndir mér svo mikið og hafðir mikil áhrif á líf mitt.“ Kaitlyn studdi Adam í gegnum sorgina og parið endurvakti samband sitt.

Auglýsing

Krufning leiddi í ljós að líffæri hennar höfðu orðið fyrir „árás.“ Þetta var merki um eitrun. Það tók tvo mánuði að finna eitrið, colchicine, sem er lyf notað til að meðhöndla þvagsýrugigt, en getur orsakað krampa og uppköst hjá heilbrigðu fólki. Of hár skammtur getu verið banvænn.

Af hverju var þetta lyf að finna í líkama Mary? Heimili og garðurinn hennar voru prófuð en ekkert var að finna. Sjálfsvíg var útilokað – Mary hafði allt að lifa fyrir. Það var áætlað að einhver hefði gefið henni lyfið og dauði hennar var úrskurðaður morð. Hver vildi sjá Mary dauða?

Í fyrstu, eins og oft áður, var eiginmaðurinn Bill rannsakaður. Eftir dauða Mary fór hann að hitta eldri systur hennar, Kathleen, en hann hélt því statt og stöðugt fram að þau hefðu ekki gert neitt meðan hann var giftur. Höfðu þau tvö eitrað fyrir Mary svo þau gætu verið saman?

Lögreglunni barst svo bréf sem sagði að sonur Mary, Adam, væri sekur og leit í bíl hans leiddi í ljós mikið magn af eitrinu colchicine. Tölvupóstur í nafni Adams hafði verið notað til að panta það af netinu. Hann varð því grunaður. En af hverju ætti hann að hafa geymt sönnunargögnin í bílnum?

Adam hélt því statt og stöðugt fram að hann hefði enga ástæðu til að myrða móður sína, og fór lögreglan því að beina sjónum sínum að Kaitlyn. Rannsókn leiddi í ljós að bréf skrifað til Mary hafði DNA undir frímerkinu og það var kvenkyns. Þegar þeir grófu dýpra voru það ávísanir á lyfin sem fundist í bíl Adams sem leiddu rannsakendur til Kaitlyn.

Í yfirheyrslum viðurkenndi Kaitlyn að hafa skrifað bréfið en ekki að hafa myrt Mary. Lögregluyfirvöld gátu einungis getið sér til u að hún hefði myrt Mary til að ná sér niðri á Adam. Kaitlyn var handtekin og ákörð fyrir morð af annari gráðu.

Í réttarhöldunum í maímánuði árið 2017 sagði verjandinn að engin ástæða hefði verið að baki þeirri ásökun að Kaitlyn hefði myrt Mary og benti á eiginmann Mary, Bill. Saksóknarinn sagði að það liggi ljóst fyrir að Kaitlyn hefði myrt Mary og ástæðan hefði hefnd. Það var næg ástæða til að tvístra kviðdómnum og var málinu vísað frá.

Fimm mánuðum seinna kom Kaitlyn aftur fyrir dóm. Verjandinn beindi nú sjónum sínum að Adam og ekki Bill. Sagði hann að um hefnd hafi verið að ræða þar sem Kaitlyn hefði ekki viljað byrja aftur með honum og sýndi hann sms skilaboð frá Adam til Kaitlyn þar sem hann sagðist sakna hennar.

Saksóknarinn hélt því fram að Kailyn hefði orðið fyrir missi. Þeir sýndu gögn úr tölvu hennar  og hafði hún leitað að lyfjum sem gætu drepið og allar vísbendingar sýndu að hún hefði framið morðið. Kaitlyn var því fundin sek um manndrápp.

Í janúar á þessu ári sagðist Adam kenna sjálfum sér um morðið á móður sinni og sú vitneskja hefði leitt hann í meðferð og þunglyndi: „Ég kynnti Kaitlyn fyrir fjölskyldu minni því ég elskaði hana og allir voru tilbúnir að samþykkja hana. Ekki vekjast í vafa – eins mikið og ég hata hana – sem er meira en ég hélt ég gæti hatað einhvern, hata ég sjálfan mig enn meira.“
Bill sagði einnig nokkur orð: „Við vorum hjálparlaus og sáum hana deyja aftur og aftur…sársauki þessa dags mun fylgja mér og fjölskyldunni til æviloka.“

Kaitlyn Conley
Kaitlyn Conley

Kaitlyn sagði við réttarhöldin: „Með allri virðingu fyrir réttarríkinu og kviðdómi er ég saklaus.“ Var hún dæmd í 23 ára fangelsi.

Dómarinn sagði að lokum að þjáningarnar sem Mary hafði þurft að þola komu hvað verst við hann: „Tveir dagar sýnast ekki langur tími en ef þú hefur öndunarpípu niður um hálsinn og handleggir þínir og fætur eru bundnir við rúmið, er þetta ótrúlega langur tími.“

Sumir í fjölskyldunni trúa að Bill og/eða Adam voru ábyrgir fyrir dauða Mary, en dómari og kviðdómur komust að þeirri niðurstöðu að hún hefði tekið líf konu sem elskaði hana, í þeim tilgangi að ná sér niður á einhverjum öðrum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!