KVENNABLAÐIÐ

Winona Ryder skiptir um skoðun varðandi hjónaband

Leikkonan Winona Ryder hefur sagst frekar vilja aldrei hafa gengið í það heilaga heldur en að hafa gengið í gegnum skilnað nokkrum sinnum. Lét hún þau orð falla eftir misheppnaða trúlofun hennar og Johnny Depp árið 1993.

Auglýsing

Ástin lætur mann þó gera furðulegstu hluti því nú berast fregnar af því að leikkonan sem er orðin 46 ára gömul sé að íhuga að ganga í það heilaga með tískuhönnuðinum Scott Mackinlay Hahn.

Auglýsing

„Winonu finnst hún heppin að vera ein aðalstjarnan í þáttunum [Stranger Things] og í ástríku sambandi með Scott,“ segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar og segir hann einnig að hún myndi vilja gifta sig hjá sýslumanni í Los Angeles frekar en að hafa risastóra veislu: „Winona og Scott hafa verið saman í sex ár núna, þannig þeim finnst engin þörf á flottu brúðkaupi,“ segir heimildarmaðurinn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!