KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Garner ætlar að halda stórt afmæli en Ben Affleck er ekki boðið

Leikkonan Jennifer Garner ætlar að halda upp á 46 ára afmælið sitt næstu helgi með pompi og prakt en fyrrverandi eiginmanninum er ekki boðið. Á gestalistanum er fullt af A-lista stjörnum, s.s. Reese Witherspoon, Lena Dunham og Chelsea Handler. Ben Affleck, hennar fyrrverandi, er þó ekki boðið og margir eru undrandi á því þar sem þau hafa reynt að halda góðu sambandi, allavega barnanna vegna.

Auglýsing

Jennifer ætlar að halda kósí pizzapartý þann 15. apríl, tveimur dögum fyrir afmælið hennar sem er 17. apríl: „Jennifer vill engar gjafir og hefur beðið vini sína að gefa frekar eitthvað smáræði til uppáhalds góðgerðasamtakana hennar,“ segir vinur leikkonunnar í viðtali við Radar.

Ben – sem nú er að hitta SNL framleiðandann Lindsay Shookus — er nú á Hawaii að mynda Triple Frontier. Jennifer fór þangað að hitta hann á dögunum með börnin þeirra þrjú: Violet, 12, Seraphina, 9, og Samuel sem er sex ára.

Auglýsing

Parið skildi að borði og sæng árið 2015 og gekk skilnaðurinn í gegn árið 2017.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!