KVENNABLAÐIÐ

Castle Rock: Ný þáttasería eftir Stephen King á leiðinni

Stephen King slakar hvergi á: Nú eru hryllingsþættir væntanlegir á Hulu á árinu og kallast þeir Castle Rock. Unnendur Stephens King þekkja Castle Rock, en hann er bær í Maine sem kom fyrir í fyrstu skáldsögu hans, Carrie árið 1979. Hann hefur komið fyrir í fjölda verka eftir hann, m.a. The Dead Zone.

Auglýsing

Fjalla þættirnir um lögfræðinginn Henry Deaver sem er leikinn af Andre Holland. Hann snýr aftur heim til að eiga við…eitthvað. Sýnishornið gefur ekki mikið upp, en auðvitað er um hrylling að ræða – stræti borgarinnar, vatn sem rennur niður tröppur, týnd börn, píanó, brennandi VHS spólur og hundur sem finnur lík (King verður alltaf að skrifa hundinn inn einhversstaðar.)

Auglýsing

Í þáttunum verða Sissy Spacek og Bill Skarsgård sem gæddi Pennywise lífi í nýja IT.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!