KVENNABLAÐIÐ

Khloe Kardashian ætlar ekki að leyfa myndavélar við fæðinguna

Þrátt fyrir að fjölskylda Khloe Kardashian sé þekkt fyrir allt annað ætlar hún sjálf að halda því til streitu að hafa fæðingu fyrsta barns síns sem eðlilegasta. Khloe vill því ekkert havarí í kringum fæðinguna, ekki myndavélar, engin skrásetning. „Hún er jarðbundnasta manneskjan í fjölskyldunni og hún vill eðlilega fæðingu með engu fylgdarliði, myndavélum eða furðulegum óskum,“ segir vinur stjörnunnnar í viðtali við Radar.

Auglýsing

Tilvonandi móðirin vill að fæðingin gangi eðlilega fyrir sig: „Hún vill bara lítið herbergi, sem er hreint og þægilegt.“ KoKo vill ekki hið sama og systur hennar Kim og Kylie sem vildu 1000 þráða egypsk bómullarúmföt, sérstaka lýsingu, hár og förðun og pantaðan mat.“

EXCLUSIVE: Kim Kardashian, North West and Khole Kardashian spotted out in Miami Beach, FL. Pictured: Kim Kardashian, North West, Khloe Kardashian Ref: SPL1355462  180916   EXCLUSIVE Picture by: Photopress Miami / Splash News Splash News and Pictures Los Angeles:310-821-2666 New York:212-619-2666 London:870-934-2666 photodesk@splashnews.com
 

Það eina sem Khloe vill er friður og ró: „Það þýðir að fjölskyldan á að vera að heima, en þau vilja það að sjálfsögðu ekki. Þau rífast við hana um þetta en hún vill bara barnsföðurinn og lækninn í herberginu.“

Auglýsing
Khloe vill ala upp barnið í Cleveland í friði og ró, langt frá ys og þys stórborgarinnar: „Hún vill að barnið eigi eðlilegt líf,“ segir heimildarmaðurinn ennfremur.
Eftir að barnið fæðist gæti hún viljað hætta í KUWTK: „Khloe vill ekki vera í þættinum eftir barnsfæðinguna og Tristan segir henni að hún þurfi þess ekki. Hann segir að þau eigi nægilegt fé til að lifa á þægilegan hátt.“