KVENNABLAÐIÐ

Lífi sjö ára stúlku bjargað eftir að foreldrarnir tóku eftir skökku brosi á mynd af henni

Mynd var tekin af hinni sjö ára Megan Ewans á leið á hrekkjavökuball. Foreldrar hennar tóku eftir brosinu á myndinni…það var ekki eins og venjulega, heldur var eitthvað skrýtið við það. Kom í ljós að hún var með heilaæxli á stærð við mandarínu í heila. Þessi unga, hugrakka stúlka undirgekkst 12 klukkutíma skurðaðgerð til að fjarlægja æxlið og orsakaði það nærri blindu.

skakk3

Fjórum mánuðum seinna er hún að berjast við eftirköstin. Hún er einungis með 3% sjón og þarf að nota blindrastaf til að komast ferða sinna.

Auglýsing

„Megan er farin að læra blindraletur,“ segir faðir hennar Jason. „Hún hefur þurft að aðlagast og læra heilmikið. Við erum svo stolt af henni og hvernig hún hefur brugðist við.

skakk2

Megan er nú orðin átta ára og var ljósmyndin afar þýðingarmikið atriði. Jason faðir hennar er 34 ára og móðir hennar Charlene er 27 ára. Læknar telja að skjót viðbrögð þeirra hafi bjargað lífi hennar. Hrekkjavakan er í lok október og fór hún í aðgerðina í nóvember í fyrra, árið 2017.

Auglýsing

Skurðlæknar í Glasgow’s Royal barnaspítalanum tókst að ná æxlinu. Hægt er að fara í aðgerð til að reyna að bjarga sjóninni og hafa foreldrar hennar leitað á náðir samfélagsmiðla til að safna um 5000 pundum fyrir aðgerðinni sem mun verða í Berlín í Þýskalandi. Um 30% fjársins hefur safnast nú þegar.

skakk4

Jason segir að Megaan hafi í raun aðlagast miklu betur en foreldrarnir: „Við erum mjög þakklát fólkinu sem hefur látið fé af hendi rakna fyrir elsku dóttur okkar. Við viljum vekja athygli á því að ýmislegt getur gerst afar snögglega.“

Þegar Megaan var búin í aðgerðinni biðu foreldrarnir eftir niðurstöðum með eftirvæntingu, eins og gefur að skilja. Þegar hún vaknaði talaði hún ekki. Loksins fór hún að tala, en hún talaði bara „barnamál.“ Jason segir: „Sem betur fer fór hún að tala eðlilega aftur.“

Aðgerðin sem Megaan mun vonandi undirgangast undir umsjón Dr Anton Federov getur breytt sjóninni úr 5% í 100%. Bindur fjölskyldan að vonum miklar vonir við að hún heppnist.

Megan hefur fengið miklan stuðning, t.d. í skólanum þar sem hún fer með blindrastafinn og er aðstoðuð við allt sem hún þarf. Skólinn hefur meira að segja sett línur á leikvöllinn til þess hún geti fylgst með ferðum sínum sjálf.

 

Hér er hægt að skoða síðu Megan á Facebook. 

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!