KVENNABLAÐIÐ

Dagmamma fékk 21 árs fangelsi fyrir að gefa börnunum melatonin svo hún kæmist í ljós og ræktina

Fyrrum dagmamma hefur nú fengið 21 árs dóm eftir að hafa gefið börnunum sem hún átti að gæta melatonin (lyf sem hjálpar fólki að sofna) svo hún kæmist í ræktina og ljós á meðan þau svæfu.

January Neatherlin, 32, frá Oregonríki, Bandaríkjunum, var dæmd síðastliðinn föstudag. Hafði hún rekið ólöglega barnagæslu sem hún kallaði „Little Giggles” í fjögur ár. Einnig laug hún að foreldrum og sagðist vera lærð hjúkrunarkona.

Auglýsing

Rak hún starfsemina frá heimili sínu. Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglu eftir ábendingu frá fyrrum sambýlismanni. Fór hún því að fylgjast með January og sáu hana yfirgefa heimilið þegar hún átti að vera að passa sjö börn.

Lögreglan sagði að hún hefði einu sinni keyrt sín eigin börn í skólann og í næsta skipti fór hún á ljósastofu.

Börnin sem skilin voru eftir í hennar umsjá höfðu melatonin í líkama þeirra.

Auglýsing

January sagði við alla foreldra barnanna að þau gætu ekki sótt börnin sín milli 11 og 14 á daginn og á þeim tíma komst lögreglan að hún var í Cross Fit líkamsræktarstöð og ljósastofu.

Kallaði hún þessa klukkutíma „kúrustund.“

Barn í hennar umsjá var í eitt skipti sent á spítala með áverka á höfði og játaði hún að hafa ofhitað pela barnsins sem brenndi það illilega.

Játaði January Neatherlin sekt sína í 11 ákæruatriðum, m.a. fyrir vanrækslu á börnum.

Heimild: Yahoo

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!