KVENNABLAÐIÐ

Með ofnæmi fyrir sólarljósi: Myndband

Ung kona þjáist af óvenjulegu heilkenni sem veldur því að hún fær bruna og blöðrur á húðina ef hún kemst í tæri við dagsbirtu í nokkrar mínútur. Lizzie Tenney hefur húðsjúkdóminn Xeroderma Pigmentosum. Aðeins eru þekkt um 300 tilfelli í Bandaríkjunum sem þýðir að hún er ein af milljón sem hafa hann. Xeroderma Pigmentosum sem er þekkt sem XP er genatengdur sjúkdómur og veldur því að húðin er ófær um að laga sitt eigið DNA þegar það eksmmist.

Auglýsing

Hefur Lizzie farið í aðgerð vegna húðkrabbameins 43 sinnum. Lizzie sem er einungis 22 ára hefur sérstaklega hannaðan búnað sem mælir UV geisla og segir henni hvenær er öruggt að fara út.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!