KVENNABLAÐIÐ

Barnaníð: Ótrúleg saga eins manns sem barðist á móti kvölurum sínum og bjargaði mörgum öðrum

Honum voru gefin lyf og hann misnotaður og í „barnaníðingaparadís“ eins og hann orðar það. Þetta er einstök saga manns sem barðist á móti þeim sem misnotuðu hann og vann sigur fyrir sig og mörg önnur fórnarlömb.

Raymond
Raymond
Auglýsing

Raymond Stevenson var í Shirley Oaks, Indianaríki, Bandaríkjunum barnaheimilinu sem þau kölluðu Shirley Hell: „Við kölluðum það paradís fyrir barnaníðinga.“ Fráárunum 1903 til 1983 var heimilið starfrækt og var heimili þúsunda barna, hafði húsið sem var risastórt sundlaug og var staðsett í skógi.“

Shirley Hell
Shirley Hell

Frá árunum 1967-1977 var Raymond tekinn frá föður sínum eftir að dómstóll komst að því að faðir hann gæri ekki séð um hann. Hann var því sendur til Shirley Hell.

Raymond ungur
Raymond ungur

Í 10 ár þurfti hann að þola líkamlegt ofbeldi og telur hann sig hafa verið lyfjaðan til að fá hann til að samþykkja ofbeldið.

Auglýsing

Mörg önnur börn þurftu að þola mun verra. Hundruðir, ef ekki þúsundir voru kynferðislega misnotuð af fólki sem átti að hugsa um þau – umsjónarmenn, læknirinn, sundkennarinn, húsvörðurinn og fótboltaþjálfarinn.

Sundkennarinn
Sundkennarinn

Margir barnaklámshringir voru með starfsemi í Shirley Oaks og spillt lögregluumdæmi vann með þeim.

Presturinn
Presturinn

Einn dag árið 2014 var Raymond sagt frá ofbeldi gegn vini sínum. Mundi hann þá eftir öðrum vini, Peter Davis sem fannst hengdur árið 1977, aðeins 15 ára gamall, inni á baðherbergi á barnaheimilinu. Tveimur árum áður hafði hann verið vitni í nauðgunarmáli.

Það voru öll teikn á lofti um kynferðislega misbeitingu en dómari úrskurðaði allt sem „óhapp“ og árið 1983 voru öll skjöl um heimilið horfin.

„Ég áttaði mig á þennan dag að rödd Peters var ein af mörgum sem var þögguð niður.“

Peter Davis
Peter Davis

Raymond sór þess við nafn Peters að gera allt opinbert. Hann stofnaði samtök fyrir drengi og stúlkur sem höfðu dvalist á Shirley Oaks: Shirley Oaks Survivors Association (SOSA).

Þremur árum síðar höfðu Raymond og viðskiptafélagi hans Lucia Hinton og SOSA náð undraverðum árangri. Í desember 2016 höfðu þau tekið viðtöl við 600 fyrrum íbúa heimilisins. Fyrrum presturinn og formaðurinn Philip Temple var fangelsaður í 12 ár og er lögreglan enn að rannsaka heimilið og kærur vegna kynferðisofbeldis.

Raymond og Lucia
Raymond og Lucia

William Hook, sundkennarinn, var einnig dæmdur fyrir barnaníð, en hann tældi börnin með gjöfum.

Bréf frá lögreglustjórninni hjá Met var mikilvægt SOSA: „Sönnunargögnin voru til staðar en enginn var að púsla þessu saman. Það er þó vegna þess að ég dvaldist þarna að fólk treystir mér,“ segir Raymond.

bn shirley oaks

Munu fórnarlömbin fá háar upphæðir skaðabóta og um 3000 manns hafa sótt um. „Ég hef verið kallaður lygari allt mitt líf. Það er það sem skaðabæturnar þýða fyrir mig. Ég er ekki lygari, þau lugu.“

bn sosa

Annar sem dvaldist um helgar á staðnum sagði: „Við vorum tekin í stórt hús og okkur nauðgað.“

Raymond segir: Allt sem okkur var gert þótti eðlilegt. Við vorum lokuð inní kolaskúrum og skúffum. Barin. Lyfjuð. Þau reyndu að stjórna huga okkar. Þau sögðu að ég væri óhlýðinn. Ég þurfti að þola líkamlegt ofbeldi en ég skildi skömmina.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!