KVENNABLAÐIÐ

Emma Chambers látin, 53 ára að aldri

Breska leikkonan Emma Chambers, sem er sennilega Íslendingum best kunnug fyrir hlutverk sitt í Notting Hill, er látin. Lék hún í myndinni systur Hugh Grant sem var að hitta Juliu Roberts.

Emma lék einnig í bresku þáttunum The Vicar of Dibley og er henni lýst sem einstakri og fallegum neista.

Auglýsing

Emma lést af náttúrulegum orsökum og hafði „fært áhorfendum hlátur og gleði í mörg ár og hennar verður sárt saknað,“ samkvæmt umboðsmanni hennar. Hún skilur eftir sig eiginmanninn Ian Dunn, sem einnig er leikari.

„Hvernig geturðu ekki elskað þessa stelpu?“ sagði umboðsmaðurinn og póstaði meðfylgjandi myndbandi.

Auglýsing

Hugh Grant tvítaði einnig í kjölfar andlátsins:

Emma Chambers was a hilarious and very warm person and of course a brilliant actress. Very sad news.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!