KVENNABLAÐIÐ

Justin Bieber er að verða stóri bróðir!

Þetta gerðist skyndilega! Degi eftir að faðir Justins, Jeremy Bieber og Chelsey Rebelo gengu í það heilaga tilkynntu þau að þau ættu von á stúlkubarni. Jeremy tilkynnti það einnig á samfélagsmiðlum með mynd af Chelsey í bikini með stækkandi bumbu með textanum: „Fallega konan mín og..“

Auglýsing

My beautiful wife and….

A post shared by Jeremy Bieber (@jeremybieber) on

Chelsey er líklega komin 4-5 mánuði á leið og gengur með stúlku. Aðdáendur kepptust við að óska þeim til hamingju með „nýju Bieber“ í fjölskyldunni!

Family

A post shared by Jeremy Bieber (@jeremybieber) on

Brúðkaupið fór fram þann 19. febrúar síðastliðinn á Jamaica. Justin var þar ásamt Selenu Gomez og systkinin Jaxon og  Jazmyn, börn Jeremy sem stóðu við hlið föður síns við athöfnina. Dóttir Chelsey, Allie var líka þar og litu þau út fyrir að vera afar hamingjusöm.

Auglýsing

Parið trúlofaði sig fyrir nákvæmlega tveimur árum, þann 19. febrúar 2016 og eru afar ástfangin. Chelsey lýsti athöfninni sem „fallegasta degi í lífi mínu. Ég giftist besta vini mínum! Ég elska þig.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!