KVENNABLAÐIÐ

Faðir Kris Jenner lést í bílslysi

Höfuð Kardashian klansins, Kris Jenner, sagði í nýjasta þætti Keeping up with the Kardashians að pabbi hennar hafi látist í skelfilegu bílslysi. Sautjándi þáttur 14. seríu snerist um hina 62 ára gömlu Kris, sem sagði: „Auðvitað, þegar þú missir foreldri verða hlutirnir dálítið óskýrir. Að missa pabba var eitt af þessum markverðustu hlutum í mínu lífi.“

Faðir Kris, Robert Houghton, var verkfræðingur sem vann fyrir Boeing. Eftir skilnað hans og móður hennar, M.J. lést hann í bílslysi, en kærastan hans var með honum í bílnum. Hún lifði þetta slys af á óskiljanlegan hátt.

Auglýsing

Eftir að Kris hringdi í móður sína fékk hún að vita að annar bíll hefði „þeytt honum út af veginum“ og hann var látinn þegar sjúkrabíll kom að. „Við áttum stjúpföður sem var okkar föðurímynd, við elskuðum hann mjög,“ sagði Kris, en Scott Disick tók myndbandið. Scott spurði hana svo: „Hver var fyrsta ástin í lífi þínu?“

Auglýsing

„Fyrsta ástin mín var Robert Kardashian. Mamma elskaði að horfa á kappreiðar. Ég fór með og horfði á. Það var þar sem Robert bauð mér út.“
Kris hefur mikilvæg skilaboð til barnanna sinna: „Þú ættir að kunna að meta fólkið sem þú elskar meðan þau eru á staðnum, því þú veist aldrei hvenær þú gætir misst það. Ég vona svo sannarlega að börnin mín kunni að meta þessa risastóru fjölskyldu og þau standi alltaf saman,“ sagði Kris að lokum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!