KVENNABLAÐIÐ

14 daga ókeypis sykurlaus áskorun og uppskrift að grænu orkuskoti

Vertu sykurlaus með okkur í 14 daga ókeypis áskorun. Júlía hjá Lifðu til fulls er að standa fyrir áskorun og erum við að slefa yfir uppskriftum sem eru í boði…Það er virkilega hægt að borða gott þrátt fyrir að sé ekki sykur í því! Markmið áskorunar er prófa eina nýja uppskrift á dag sem Júlía kveður ekki taka nema 10 mín aukalega og síðan má taka sykurleysið eins langt og hver óskar sér! Skráning er hafin hér 

Auglýsing

DSC_9677

Verður þú með?

Þessi drykkur inniheldur myntu, sem er frábær fyrir bætta meltingu og einbeitingu. Það má sjálfsagt nota steinselju í staðinn eða jafnvel bæði fyrir ævintýragjarna en steinselja er talin vera ein helsta fegurðarfæðan.

Bæði mynta og steinselja eru mjög góðar kryddjurtir til að nota í græna djúsa. Notið það íslenska græna salat sem fæst hverju sinni í drykkinn.

Grænt Orkuskot 

1 gúrka

2 græn epli

1 sítróna

1 límóna

handfylli spínat eða grænkál

handfylli fersk mynta

engiferbútur


Setjið allt í gegnum safapressu og njótið.

DSC_9660

Best er að nota safapressu sem kaldpressar því hún varðveitir næringarefni betur og eykur geymsluþol drykkjar. Djúsinn geymist í 3 daga í kæli.

Auglýsing

Ert þú tilbúin/n í sykurleysið?

ÓKEYPIS 14 daga sykurlaus áskorun! Skráðu þig og fáðu glænýjar og girnilega uppskriftir sendar í hverri viku. Við byrjum 22. janúar! Skráningu fylgja uppskriftir, innkaupalisti, stuðningur og ráð til þess að hafa sig af stað í lífsstílsbreytinguna. http://lifdutilfulls.is/14-daga-sykurlaus/

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!