KVENNABLAÐIÐ

Söngkona Cranberries látin

Hin írska Dolores O’Riordan er látin. Bar dauða hennar skyndilega að, en hún var 46 ára. Dolores var frá Likerick á Írlandi og átti nokkra smelli á tíunda áratugnum sem hafa veitt henni óendanlega frægð. Má nefna lögin Linger og Zombie. Samkvæmt yfirlýsingu umboðsmanns hennar segir: „Söngkona Cranberries var í London að taka upp lög. Engin smáatriði geta verið gefið upp eins og er.“ Biður fjölskyldan einnig um frið til að syrgja á þessum tíma.

Árið 1993 var svo sannarlega ár hljómsveitarinnar Cranberries, en þau áttu plötuna Everybody Else Is Doing It, So Why Can’t We? sem seldist í 40 milljónum um allan heim.

Auglýsing

Árið 2017 ætlaði hjómsveitin í tónleikaferðalag en var henni aflýst vegna heilsuleysis Dolores O’Riordan, vegna bakvandamála.

Fyrir jól 2017 sagðist Dolores vera orðin góð og hún hafi farið „á gigg“ í fyrsta sinn í einhverja mánuði og gaf hún því aðdáendum von. Póstaði hún mynd af sér með kettinum sínum og sagðist vera farin „til Írlands.“

a cra

O’Riordan og eiginmaður hennar skildu eftir 20 ára hjónaband árið 2014. Hún og Don Burton eiga þrjú börn saman en hann er fyrrum rótari Duran Duran.

Auglýsing

Söngkonan þjáðist af geðhvarfasýki og hafði tekið köst vegna þess, eitt sem átti sér stað í háloftunum var aldrei kært en það átti sér stað árið 2014. Stjörnurnar hafa keppst við að senda samúðaróskir á Twitter.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!