KVENNABLAÐIÐ

Vissir þú þetta um brjóst?

Brjóst eru með dásamlegri forðabúrum náttúrunnar. Aðdáun karla á fagurmótuðum kvenbrjóstum er löngu viðurkennd staðreynd, þó erfitt sé að skilgreina af hverju karlar eru svo hugfangnir af konubrjóstum.

Brjóstin gegna veigamiklu hlutverki í kynlífi kvenna og óteljandi fræðigreinar, spegúlasjónir og vangaveltur hafa komið fram á undanförnum árum og áratugum um gerð, lögun, tilgang og jafnvel ákjósanlega framkomu í garð brjósta.

Undir ákveðnum kringumstæðum eru brjóst talin ýta undir saurugar hugsanir, ekki þykir alltaf viðeigandi að bera þau algerlega eða ganga í fatnaði sem gerir lítt til að hylja fögur brjóst kvenna og víðsvegar í Bandaríkjunum er þannig algerlega bannað að fara í sólbað án þess að hylja brjóstin.

Brjóstablæti er vel þekkt skilgreining sem talin er af ófáum geðlæknum falla undir ákveðna þráhyggju og því er ekki orðum aukið að ætla að einhverjir karlmenn séu þjakaðir af heilkenninu, en skilgreiningin er sú að brjóstin falli ekki undir „næm kynsvæði konunnar“. Þetta er þó umdeild skilgreining því brjóstin bregðast við kynörvun og þrútna jafnvel, rétt eins og getnaðarlimur mannsins gerir við beina örvun og örfáar konur geta fengið beina fullnægingu gegnum slíkar gælur.

Mæður sem eru með börn á brjósti hafa harðlega barist gegn klámvæðingu brjósta og hafa réttilega bent á að brjóstagjöf er eðlileg, náttúruleg og fögur.Svo langt vilja sumir ganga að þeir sömu segja ekkert líf geta þrifist án brjósta; ungviðið teygar fyrstu næringuna gegnum geirvörtur móðurinnar og hér fer ein lítt þekkt staðreynd: Enska orðið „feminine“ sem þýðir „kvenleg“ er dregið af latneska orðinu „femina“ sem merkir einfaldlega „kona“ eða „kvenmaður“ – í beinni merkingu „hún sem brjóstfæðir.“

Víðsvegar á netinu er að finna skemmtilegar, framandi og jafnvel hálfskelfilegar staðreyndir um brjóst og eðli þeirra. Hér má finna nokkra athyglisverða mola, sem teknir voru saman í þeim tilgangi að fræðast ennfremur um brjóst og eðli þeirra:

Vissir þú að …

… engin tvö brjóst eru eins. Vinstra brjóstið er yfirleitt stærra en hægra brjóstið. Munurinn er yfirleitt svo lítill að ekki er greinanlegt með berum augum. Geirvörturnar eru líka misjafnar að stærð og þær vísa nær undantekningarlaust í sitt hvora áttina.

… meðalbrjóstið vegur í kringum 500 grömm. Hvort brjóstið um sig er talið vera um 4 – 5% af líkamsfitu kvenna og 1% heildarþyngdar meðalkonunnar. Þetta mættu því fleiri stúlkur hafa í huga þegar fitumæling er framkvæmd.

… brjóst fitna líka. Á yngri árum konunnar eru brjóstin gerð úr fitu, mjólkurkirtlum og eru rík af collagen – sem gerir þau stinn viðkomu. Með aldrinum rýrna mjólkurkirtlarnir og dregur úr collagen framleiðslunni og meiri fita tekur að myndast í brjóstunum; þau verða mýkri viðkomu.

… lögun brjósta er það fyrsta sem karlmenn taka eftir við konur. Rannsóknir hafa sýnt að ekki bara eru brjóstin það fyrsta sem karlar taka eftir, heldur horfa karlar einnig lengur á brjóstin en aðra líkamshluta kvenna. Það þykja útvöldum vísindamönnum jákvæðar niðurstöður þar sem einhverjir snillingarnir hafa nú reiknað út að brjóstagláp er ekki bara hollt, heldur getur einnig aukið lífslíkur karla og lengt ævi þeirra um einhver ár.

… meðalstærð brjósta amerískra kvenna er í dag mæld í einingunni 36C en að fyrir 15 árum síðan var meðalkonan með brjóst sem mældust 34B. Á miðöldum hefði íðilfögur nútímakona með hæfilega stór brjóst verið álitin aflöguð og jafnvel ljót, þar sem lítil og „rangeygð“ brjóst þóttu fegurst meðan mannfólkið ók enn um í hestvögnum.

… árið 2008 framkvæmdu bandarískir lýtalæknar meir en 300.000 brjóstastækkanir á þarlendum konum og voru þær aðgerðir vinsælli en allar aðrar lýtaaðgerðir þegar tölur voru teknar saman. Það sama ár leituðu þó rúmlega 20.000 konur til lýtalæknis í andstæðum erindagjörðum; til að láta fjarlægja brjóstapúða sína eftir fyrri stækkun.

… sama ár voru rúmlega 18.000 brjóstaminnkanir framkvæmdar í Bandaríkjunum – Á KÖRLUM.

… í árdaga brjóstaaðgerða þreifuðu læknar sig áfram með fyllingar. Beinbrjósk, fílabein, glerkúlur, polyesterfyllingar og jafnvel gúmmí var troðið inn í brjóst kvenna með þessum árum, að ógleymdum silicon sprautunum sem voru reyndar – með hörmulegum afleiðingum.

… brjóstahaldarar hafa verið til síðan á 7 öld í einhverri mynd en þó kom varan ekki á almennan markað fyrr en árið 1930. Nám í hönnun og gerð brjóstahaldara er kennt á háskólastigi í Hong Kong í dag. Þar er meira að segja hægt að krækja í gráðu í hönnun undirfatnaðar (Bra Studies) en Hong Kong Polytechnic University kennir nemendum sínum einmitt að hanna og útfæra brjóstahaldara.

… konur sem vilja halda í fallega lögun brjósta fram eftir aldri og þykir vænt um lögun þeirra ættu að drepa strax í sígarettunni. Reykingar valda „brjóstsigi“ og draga stórlega úr teygjanleika hörundsins og því eru stórreykingakonur með sigin brjóst völdum ólifnaðarins oft kallaðar: „Saggy Smokers“ …

Höfundur: Klara Egilson

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!