KVENNABLAÐIÐ

„Ég hélt ég hefði selt skrattanum sálu mína“ – Myndband

Áráttu-þráhyggjuröskun getur verið býsna alvarleg: Ungur ljósmyndari gekk í gegnum afar erfiða tíma, lifandi helvíti jafnvel, þegar hann fékk þá hugmynd að hann hefði selt skrattanum sálu sína.

Margir sem haldnir eru áráttu- þráhyggjuröskun (e. Obsessive-compulsive disorder (OCD)) eru haldnir ýmsum vönum, s.s. að þvo hendur eða telja hluti, slökkva og kveikja á ljósum og þess háttar.

Auglýsing

Brandon Petulla, 22, frá Brooklyn í New York var haldinn frekar afstæðum kima af röskuninni sem er kallað á ensku Scrupulosity en það þýðir að hann reynir að verða siðferðilega eða trúarlega fullkominn í hegðun sinni. Brandon skelfdist töluna 6, hugsanir um djöfulinn og rauðan lit. Fjölskylda hans fylgdist með honum „blessa“ hluti heima og fór hann stöðugt með bænir.

Þegar hann var 17 ára gamall hætti hann í skóla og fékk viðeigandi hjálp.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!