KVENNABLAÐIÐ

Vilja heimilislausa burt úr Windsor fyrir konunglega brúðkaupið

Þar sem nú eru aðeins rúmir fjórir mánuðir þar til Harry og Meghan ganga í það heilaga er allt á fullu við undirbúning í Windsor. Simon Dudley, forseti Windsorþings sendi lögreglunni í Thames Valley nýverið bréf þar sem hann biðlar til lögreglu að „hreinsa upp“ betlara og heimilislausa af strætum Windsor. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May hefur nú blandað sér í deiluna, en fólk er afskaplega reitt. Er hún ósammála Dudley, enda þykir þetta ótækt að ráðast á fólk sem hvergi á höfði sínu að halla.

Auglýsing

„Það vekur miklar áhyggjur að sjá magn poka og rusls sem betlarar skilja eftir á gangstéttunum okkar, oft án eftirlits og getur það verið hættulegt borgurunum. Þetta ástand sýnir fallega bæinn okkar í óæskilegu ljósi.“

Að sjálfsögðu mun ferðamönnum snarfjölga í maímánuði og segir Dudley: „Við og íbúarnir höfum auknar áhyggjur af öryggi þessa fólks.“ Hélt hann svo áfram með því að segja að þeir sem væru að betla „væru í raun ekki heimilislausir, heldur hefðu valið sér þennan lífsstíl.“

Óhætt er að segja að Simon Dudley sé ekki vinsælasti maðurinn í Bretlandi í dag þar sem holskefla kvartana og viðbragða hafa dunið á honum frá fólki sem, þið vitið, er í raun ekki sama um heimilislaust fólk.

Auglýsing

Murphy James, í Windsor Homeless Project sagði við The Independent: „Það er algerlega hræðilegt að einhver hafi þessar skoðanir í dag, árið 2018, sérstaklega maður í þessari stöðu. Ef einhver sefur úti á götu er það ekki vegna vals, heldur hefur eitthvað farið úrskeiðis.“

Kensingtonhöll hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins, en Harry Bretaprins og Meghan Markle eru hvött til að láta í sér heyra. Þetta er jú brúðkaupið þeirra sem þetta snýst um.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!